Færslur fyrir júlí, 2020

Laugardagur 25.07 2020 - 09:02

Stalín er hér enn

Forystumenn verkalýðsfélagsins Eflingar, Sólveig Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, virðast vilja færa starfsemi þess langt aftur á síðustu öld, þegar sumir trúðu því, að kjarabætur fengjust með kjarabaráttu frekar en vexti atvinnulífsins: því fleiri verkföll, því betra. Afleiðingin á Íslandi var víxlhækkun kaupgjalds og verðlags, þrálát verðbólga, en óveruleg aukning kaupmáttar. Þau Sólveig og Viðar kunna […]

Laugardagur 18.07 2020 - 06:37

Gömul mynd

Fyrir tilviljun rakst ég á ljósmynd af okkur Geir H. Haarde að sýna Friedrich A. von Hayek Þingvelli í apríl 1980. Birti ég hana á Snjáldru (Facebook) og lét þess getið, að Geir hefði verið forsætisráðherra 2006–2009, en ranglega dreginn fyrir Landsdóm vegna bankahrunsins 2008. Gísli Tryggvason lögmaður andmælti mér með þeim orðum, að Landsdómur […]

Laugardagur 11.07 2020 - 08:17

Hljótt um tvö verk Bjarna

Þess var minnst í gær, að hálf öld er liðin frá andláti Bjarna Benediktssonar. Hér vil ég vekja athygli á tveimur verkum Bjarna, sem hljótt hefur verið um, en varða bæði hið erfiða viðfangsefni, sem hann og samtímamenn hans stóðu frammi fyrir, að reisa og treysta íslenskt ríki, eftir að okkar fámenna þjóð fékk fullveldi […]

Laugardagur 04.07 2020 - 08:48

Ný aðför að Snorra Sturlusyni

Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 2. júlí 2020 færslu á Snjáldru, Facebook, um nýlegt myndband frá Knattspyrnusambandi Íslands: „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir