Laugardagur 28.11.2020 - 07:03 - Rita ummæli

Nýr Birkiland?

Árið 1948 gaf Jóhannes S. Birkiland út bókina Harmsögu æfi minnar: Hvers vegna ég varð auðnuleysingi. Þjóðin brosti, ef til vill ekki alltaf góðlátlega, og Megas söng um hann vísur. Árið 2020 gefur Ólína Þ. Kjerúlf út bókina Spegil fyrir skuggabaldur: atvinnubann og misbeiting valds. Undirtitill hennar gæti verið: Hvers vegna enginn vill ráða mig í vinnu. Og þjóðin andvarpar og spyr, hvort blessuð konan ætti ekki að líta í eigin barm í leit að skýringu.

Í harmatölu sinni nefnir Kjerúlf þá kenningu, að bækur Halldórs Laxness hafi ekki komið út í Bandaríkjunum á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, af því að íslensk og bandarísk stjórnvöld hafi lagst gegn því. Þessu til stuðnings nefnir hún ýmis skjöl um samskipti íslenskra og bandarískra ráðamanna frá árunum 1947–1949, sem fundist hafa í bandarískum söfnum.

Eins og ég benti á í Morgunblaðinu í gær, föstudaginn 27. nóvember, eru þau skjöl alls ekki um neitt slíkt. Þau eru um áhuga stjórnvalda á að rannsaka, hvort Laxness hefði vantalið tekjur frá Bandaríkjunum í íslensku skattframtali sínu og brotið reglur um skil á gjaldeyristekjum, og reyndist svo hvort tveggja vera.

Brella Kjerúlfs er að veifa með fyrirgangi og þjósti skjölum um allt annað efni en verið er að tala um. Hún fetar þannig ekki aðeins í fótspor Birkilands, heldur líka Ólafs Friðrikssonar Möllers, kaffihúsaspekings í Reykjavík og eins helsta frumkvöðuls jafnaðarstefnu á Íslandi. Ungur og óreyndur vinstri maður ætlaði eitt sinn í framboði. Hann spurði Ólaf, hvernig hann skyldi bregðast við frammíköllum á fundum. „Uss, það er ekkert mál,“ svaraði Ólafur. „Þú gerir bara það sama og ég gerði einu sinni á fundi, þegar einhver náungi fór að kalla fram í fyrir mér. Þá hvessti ég á hann augun og sagði hátt og snjallt: Þú varst ekki svona borubrattur forðum, þegar þú grést úti í Viðey! Maðurinn snarþagnaði. Hann hafði sennilega aldrei komið út í Viðey. En við þessu átti hann ekkert svar.“

Þeir Jóhannes Birkiland og Ólafur Möller enduðu að vísu báðir á Kleppi. En sem betur fer hefur viðhorf okkar til furðufugla breyst.

(Fróðlieiksmoli í Morgunblaðinu 28. nóvember 2020.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir