Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar skrifar á Facebook:
Víða sér maður fólk dásama Ísraelsríki fyrir góða frammistöðu við að bólusetja sitt fólk. Sitt fólk. Bara sitt fólk. Palestínuþjóðin á herteknu svæðunum fær ekkert. Sjaldan hefur maður séð jafn svart á hvítu það ranglæti sem þetta ríki er reist á.
Ég svaraði:
Þessi færsla lýsir miklum misskilningi. Það er hlutverk ríkis að láta borgara sína hafa forgang um þau gæði, sem það getur úthlutað. Annars væri það tilgangslaust. Og Palestínumenn hafa sína stjórn, sem flýtur í gjafafé frá útlöndum, en því miður fer það mestallt í spillta stjórnmálamenn þar. Sú stjórn hefði átt að útvega Palestínumönnum bóluefni. Þetta er mælskubrella hjá þér til að leiða athyglina frá því, að heilbrigðisráðherra (gamall samherji þinn í Icesave-málinu) gætti hagsmuna Íslendinga ekki nógu vel og að í ljós er komið, að ESB, sem þú hefur ofurtrú á, hefur ekki ráð undir hverju rifi.
Rita ummæli