Færslur fyrir maí, 2021

Laugardagur 29.05 2021 - 10:04

Afhrópun Kristjáns X.

Þegar ég las nýlega Íslandsdagbækur Kristjáns X., velti ég enn fyrir mér, hvers vegna Íslendingar afhrópuðu kónginn. Það var hvergi gert ráð fyrir því í sambandslagasáttmálanum frá 1918, að konungssambandið væri uppsegjanlegt. Ég hef rakið ýmsar sögur um hranalega framkomu Kristjáns X. við Íslendinga. En setjum svo, að konungur hefði verið sami Íslandsvinurinn og faðir hans […]

Laugardagur 22.05 2021 - 07:00

Kristján X. og Íslendingar

Í árslok 2018 kom út bók í Danmörku, Christian X og Island, en hún hefur að geyma dagbókarfærslur og athugasemdir Kristjáns X. um Ísland, en þær færði konungur til sérstakrar bókar, og sá prófessor Knud V. J. Jespersen um útgáfuna. Kristján var konungur Íslands frá 1918 fram að lýðveldisstofnun, því að með sambandslagasáttmálanum við Dani […]

Laugardagur 15.05 2021 - 09:11

Þrælar í íslenskri sagnritun

Einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna um þrælahald er hagfræðingurinn Thomas Sowell, sem hefur ef til vill frjálsari hendur en flestir aðrir um djarflegar kenningar, af því að hann er dökkur á hörund. En þrennt í bókmenntum og sögu Íslands styrkir kenningar hans. Ein kenningin er, að þrælahald sé líklegt til að deyja út við venjulegar aðstæður, […]

Laugardagur 08.05 2021 - 06:40

Hvers vegna drap Gissur Snorra?

Síðustu misseri hef ég lesið aftur verk Snorra Sturlusonar og skrifað talsvert um hann, þar á meðal kafla í bókinni Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers, sem kom út í Brüssel í desember 2020. Að mörgu er að hyggja. Mér sýnist, að helsti heimildarmaðurinn um Snorra, Sturla Þórðarson, hafi ekki alltaf látið föðurbróður sinn njóta sannmælis. Sturla tekur […]

Laugardagur 01.05 2021 - 10:52

Undirstaðan réttleg fundin

Í gær, hinn 30. apríl 2021, voru þrjátíu ár frá því, að Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn. Hann átti eftir að verða forsætisráðherra í nær fjórtán ár, lengst allra manna, jafnt samfellt og samtals. Enginn vafi er á því, að þá urðu tímamót í Íslandssögunni, þótt margt væri í rökréttu framhaldi af því, sem […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir