Mánudagur 28.06.2021 - 08:30 - Rita ummæli

Dr. Valtýr og Kristján konungur

Það vakti athygli mína, þegar ég las Íslandsdagbækur Kristjáns X., konungs Íslands 1918–1944, var, að hann hitti stundum til skrafs og ráðagerða dr. Valtý Guðmundsson, sem kenndi sögu og bókmenntir Íslands í Kaupmannahafnarháskóla. Kann það að vera ein skýringin á andúð konungs á Hannesi Hafstein, sem skín af dagbókunum, en um skeið öttu þeir Valtýr og Hannes kappi um völd á Íslandi.

Þó voru þeir Valtýr og Hannes í meginatriðum sammála. Þeir vildu eitthvert samband við Dani, á meðan Íslendingar ættu erfitt með að standa á eigin fótum sakir fámennis og fátæktar. Skoðun Valtýs kemur skýrt fram í bréfi til stjúpa hans í Kanada 6. apríl 1916: „Ísland getur ekki staðið eitt sér, og besta sambandið er einmitt við Dani. Það er ekki Dana vegna, að ég er á móti skilnaði, heldur Íslands vegna. Hugsaðu þér. að við lentum í klónum á Þjóðverjum eftir skilnaðinn. Hvílík ævi mundi það vera. Og litlu betra yrði samband við Noreg, því Norðmenn eru voða-ágengir og hafa betri skilyrði til að nota atvinnuvegi okkar og þannig verða hættulegri keppinautar en nokkur önnur þjóð. Skást yrði samband við England, en þó sá hængur á, að íslenskt þjóðerni væri þá útdautt eftir svo sem hálfa til heila öld. Landið yrði enskt.“ (Dr. Valtýr segir frá, bls. 226.)

Áhyggjur Valtýs voru eðlilegar, og í dagbókum sínum lét konungur iðulega í ljós svipaða skoðun. En með hinum öru efnalegu framförum á Íslandi fyrstu áratugi tuttugustu aldar varð hugmyndin um fullvalda ríki raunhæf. Og Danir megnuðu ekki að verja Ísland, þegar í harðbakka sló, eins og sást í báðum heimsstyrjöldum. Örlögin urðu okkur þó hliðholl. Við tókum upp varnarsamstarf við Bandaríkin, sem voru nógu fjarlæg til að skipta sér ekki af innanríkismálum og nógu öflug til að afstýra yfirgangi annarra ríkja.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 5. júní 2021.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir