Laugardagur 07.08.2021 - 05:56 - Rita ummæli

Tvær þrálátar goðsagnir

Sumar goðsagnir virðast eiga sér mörg líf. Drengsmálið svokallaða 1921 snerist um það, að Ólafur Friðriksson, leiðtogi vinstri arms Alþýðuflokksins, hafði tekið með sér frá Rússlandi ungling, sem talaði rússnesku og þýsku, en Ólafur ætlaði honum að aðstoða sig við samskipti við hina alþjóðlegu kommúnistahreyfingu. Þegar unglingurinn reyndist vera með smitandi augnveiki, sem valdið getur varanlegri blindu, var hann að læknisráði, en eftir nokkur átök, sendur úr landi. Pilturinn hét Nathan Friedmann og hafði misst föður sinn í rússneska borgarastríðinu. Pétur Gunnarsson segir í bókinni Í fátæktarlandi árið 2007 (bls. 128): „Nathan, sem var gyðingur og hafði sest að í Frakklandi, hvarf sporlaust við innrás Þjóðverja í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari — og hefur nær örugglega liðið upp um skorsteininn í einhverjum útrýmingarbúðum nasista.“ En Pétur Pétursson (þulur og alþýðufræðimaður) hafði upplýst 21 ári áður í bók um Drengsmálið, að Nathan hafði látist á sóttarsæng 1938.

Eittaegsamt-scaledÍ sjálfsævisögu Árna Bergmanns, Eitt á ég samt, er önnur goðsögn endurtekin í kafla um Halldór Laxness (bls. 248). „Seinna voru dregin fram gögn úr skjalasöfnum vestra sem sýna að bæði amrískir diplómatar og íslenskir stjórnmálaforingjar leituðu allra ráða í köldu stríði til að spilla orðstír og útgáfumöguleikum þess skaðræðismanns sem þeir töldu Halldór vera.“ Engin slík skjöl eru til. Einu skjölin eru um það, eins og ég skýrði frá í bók minni um íslensku kommúnistahreyfinguna fjórum árum áður en Árni gaf út rit sitt, að Halldór hafði ekki talið fram á Íslandi tekjur sínar í Bandaríkjunum, og lauk því máli svo, að skáldið samþykkti að greiða nokkra upphæð í ríkissjóð, en hlaut einnig dóm fyrir brot á gjaldeyrisskilareglum. Í skýrslu taldi bandarískur stjórnarerindreki líklegt, að þetta gæti orðið Halldóri til álitshnekkis á Íslandi, en svo reyndist ekki verða. Nú nýlega hefur Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson birt skjöl frá bandaríska útgefandanum, Alfred Knopf, sem sýna, að ákvörðunin um að hætta útgáfu verka Halldórs réðst af mati bókmenntaráðunauta hans, ekki stjórnmálaástæðum.

Hægri menn á Íslandi bera hvorki ábyrgð á dauða Nathans Friedmanns né gengisleysi Halldórs Laxness í Bandaríkjunum.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 24. júlí 2021.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir