Vinstrið hefur víða sótt í sig veðrið þrátt fyrir herfilegan ósigur í sögulegum átökum tuttugustu aldar. Hvað veldur? Ein skýringin er, að ekki virðist lengur til sameiginlegur óvinur, sem sameinast megi gegn, eins og alræðisstefna nasista og kommúnista var. Önnur skýringin tengist hinni fyrstu. Sósíalisminn hafði hvarvetna mistekist hrapallega, og smám saman tóku vinstri flokkar […]
Í smásögu um leynilögreglumanninn Sherlock Holmes, Silver Blaze, sem hlotið hefur heitið Verðlauna-Blesi á íslensku, hverfur verðmætur veðreiðahestur um nótt. Holmes hefur orð á því við fákænan lögregluþjón, að framferði varphundsins í hesthúsinu um nóttina hafi verið merkilegt. En hundurinn gerði ekkert um nóttina, segir lögregluþjónninn undrandi. Það er einmitt það, sem er sérstakt, svarar […]
Sumar fréttir eru svo óvæntar og stórar, að allir muna, hvar þeir voru, þegar þeim bárust þær. Árið 1963 var ég tíu ára lestrarhestur á Laugarnesvegi 100. Hinar fjölmörgu bækur á heimili foreldra minna nægðu mér ekki, svo að ég laumaðist oft upp til vinafólks okkar í sama stigagangi og grúskaði í bókum. Ég sat […]
Sá Styrmir Gunnarsson, sem ég kynntist ungur, var ólíkur hinni opinberu mynd af Morgunblaðsritstjóranum, en hann átti að vera klækjarefur með alla þræði í hendi sér. Sá Styrmir, sem ég þekkti, hafði þrjár eiginleika til að bera í meira mæli en flestir aðrir: hann var trygglyndur, vinnusamur og tilfinninganæmur. Hann var um árabil einn nánasti […]
Skömmu eftir að Sigríður Benediktsdóttir var í árslok 2008 skipuð í rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu, sagði hún í bandarísku stúdentablaði: „Mér finnst sem þetta sé niðurstaðan af öfgakenndri græðgi margra sem hlut eiga að máli og tómlátu andvaraleysi þeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit með fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöðugleika í landinu.“ Sigríður […]
Skömmu eftir að Sigríður Benediktsdóttir tók sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu sagði hún í blaðaviðtali: „Mér finnst sem þetta sé niðurstaðan af öfgakenndri græðgi margra sem hlut eiga að máli og tómlátu andvaraleysi þeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit með fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöðugleika í landinu.“ Sigríður átti auðvitað við Fjármálaeftirlitið, […]
Hér hef ég rifjað upp, að Rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu varð þegar í febrúar 2009 vanhæf, eftir að einn nefndarmaður tilkynnti í bandarísku stúdentablaði, hverjar niðurstöður hennar yrðu. Óháð því má greina ýmsa galla á vinnubrögðum nefndarinnar. Af hverju voru yfirheyrslur nefndarinnar ekki opinberar og sjónvarpað beint frá þeim? Og af hverju eru gögn nefndarinnar […]
Nýlegar athugasemdir