Laugardagur 25.09.2021 - 09:32 - Rita ummæli

Er vinstrið að sækja í sig veðrið?

Vinstrið hefur víða sótt í sig veðrið þrátt fyrir herfilegan ósigur í sögulegum átökum tuttugustu aldar. Hvað veldur?

Ein skýringin er, að ekki virðist lengur til sameiginlegur óvinur, sem sameinast megi gegn, eins og alræðisstefna nasista og kommúnista var.

Önnur skýringin tengist hinni fyrstu. Sósíalisminn hafði hvarvetna mistekist hrapallega, og smám saman tóku vinstri flokkar upp svipaða stefnu og sigurvegarar Kalda stríðsins, Ronald Reagan og Margrét Thatcher. Deilunni um einkarekstur og ríkisrekstur lauk með sigri hægrisins, sem var þá um leið svipt sínu helsta baráttumáli.

Stundum hefur verið talað af lítilsvirðingu um átakastjórnmál. En þau áttu sér rót í raunverulegum átökum, jafnt um ógnina frá alræðisríkjum og ágreining um skipan atvinnumála. Í stað þeirra hafa ekki komið sáttastjórnmál, heldur merkimiðastjórnmál (identity politics). Mestu máli er talið skipta, að kjósendur finni til samkenndar með valdsmönnum, en ekki að vald þeirra takmarkist af föstum reglum, svo að einstaklingarnir geti notið sín.

Næstu áratugina eftir endalok marxismans komu enn fremur í ljós áhrifin af tvenns konar þróun, sem átt hafði sér stað þegjandi og hljóðalaust. Í fyrsta lagi hefur þeim snarfjölgað, sem háðir eru ríkinu um afkomu sína, starfsfólki og styrkþegum, svo að þeir mynda jafnvel víða meiri hluta kjósenda. Einkageirinn hefur vissulega þrifist vel, en opinberi geirinn hefur vaxið hratt.

Í öðru lagi eru marxistarnir ekki horfnir, þótt marxisminn sé dauður. Þeir hafa aðeins skipt um merkimiða. Í stað borgarastéttarinnar er komið feðraveldi og í stað stéttabaráttu umhverfisvá. Nýmarxistar, sem iðka gremjufræði (grievance studies), hafa náð undirtökum í skólum og fjölmiðlum. Þeir hafa alið upp nýja kynslóð, sem helst hugsar um að semja óskalista, ekki skapa verðmæti.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 25. september 2021.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir