Í árslok 2020 gaf ég út bókina Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers í tveimur bindum. Fyrsti kaflinn er um Snorra Sturluson, enda kemur hann í Heimskringlu orðum að tveimur hugmyndum frjálslyndra íhaldsmanna, sem John Locke batt síðan í kerfi: að konungar ríktu aðeins með samþykki þegnanna og að þá mætti afhrópa, ef þeir skertu hefðbundin réttindi. Rauði […]
Það hefur vakið athygli, að á ráðstefnu um löggæslu og afbrotavarnir á Akureyri 6. október síðast liðinn hélt ég því fram, að skattasniðganga væri frekar dygð en löstur. Skal ég hér rökstyðja mál mitt. Gera verður greinarmun á skattsvikum (tax evasion) og skattasniðgöngu (tax avoidance). Skattsvik eru, þegar maður reynir að fela sumar skattskyldar tekjur […]
Í erindi á ráðstefnu um löggæslu og afbrotavarnir á Akureyri 6. október 2021 hélt ég því fram, að löggjafinn ætti að einbeita sér að þeim brotum, sem sköðuðu aðra, svo sem ofbeldi og svikum, en láta þær athafnir manna afskiptalausar, sem ekki ættu sér fórnarlömb, þar á meðal innherjaviðskipti. Ég fór með dæmisögu frá heilögum […]
Félagsvísindamenn, lögregluþjónar og fangaverðir komu saman á ráðstefnu á Akureyri 6. október 2021 til að ræða um löggæslu, refsingar og afbrotavarnir. Framlag mitt var erindi um, hvernig löggjafinn gæti fækkað verkefnum lögreglunnar, svo að hún gæti einbeitt sér að þeim, sem brýnust væru. Þetta mætti gera með því að hætta að eltast við þær athafnir […]
Í stystu máli má segja, að vinstrið telji nauðsynlegt að beita valdi til að bæta heiminn, en hægrið vilji frekar sjálfsprottna þróun við einkaeignarrétt, viðskiptafrelsi og valddreifingu. Ég hef rakið hér helstu skýringar á því, að vinstrið hefur sótt í sig veðrið: Eftir sigur í Kalda stríðinu sameinar engin ógn hægrið; vinstrið hefur horfið frá […]
Nýlegar athugasemdir