Færslur fyrir október, 2021

Laugardagur 30.10 2021 - 09:35

Samhengið í íslenskum stjórnmálum

Í árslok 2020 gaf ég út bókina Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers í tveimur bindum. Fyrsti kaflinn er um Snorra Sturluson, enda kemur hann í Heimskringlu orðum að tveimur hugmyndum frjálslyndra íhaldsmanna, sem John Locke batt síðan í kerfi: að konungar ríktu aðeins með samþykki þegnanna og að þá mætti afhrópa, ef þeir skertu hefðbundin réttindi. Rauði […]

Laugardagur 23.10 2021 - 09:34

Til varnar skattasniðgöngu

Það hefur vakið athygli, að á ráðstefnu um löggæslu og afbrotavarnir á Akureyri 6. október síðast liðinn hélt ég því fram, að skattasniðganga væri frekar dygð en löstur. Skal ég hér rökstyðja mál mitt. Gera verður greinarmun á skattsvikum (tax evasion) og skattasniðgöngu (tax avoidance). Skattsvik eru, þegar maður reynir að fela sumar skattskyldar tekjur […]

Laugardagur 16.10 2021 - 09:33

Kaupmaðurinn frá Alexandríu

Í erindi á ráðstefnu um löggæslu og afbrotavarnir á Akureyri 6. október 2021 hélt ég því fram, að löggjafinn ætti að einbeita sér að þeim brotum, sem sköðuðu aðra, svo sem ofbeldi og svikum, en láta þær athafnir manna afskiptalausar, sem ekki ættu sér fórnarlömb, þar á meðal innherjaviðskipti. Ég fór með dæmisögu frá heilögum […]

Laugardagur 09.10 2021 - 09:33

Fórnarlambalaus brot

Félagsvísindamenn, lögregluþjónar og fangaverðir komu saman á ráðstefnu á Akureyri 6. október 2021 til að ræða um löggæslu, refsingar og afbrotavarnir. Framlag mitt var erindi um, hvernig löggjafinn gæti fækkað verkefnum lögreglunnar, svo að hún gæti einbeitt sér að þeim, sem brýnust væru. Þetta mætti gera með því að hætta að eltast við þær athafnir […]

Laugardagur 02.10 2021 - 09:32

Hvað getur hægrið gert?

Í stystu máli má segja, að vinstrið telji nauðsynlegt að beita valdi til að bæta heiminn, en hægrið vilji frekar sjálfsprottna þróun við einkaeignarrétt, viðskiptafrelsi og valddreifingu. Ég hef rakið hér helstu skýringar á því, að vinstrið hefur sótt í sig veðrið: Eftir sigur í Kalda stríðinu sameinar engin ógn hægrið; vinstrið hefur horfið frá […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir