Sunnudagur 17.07.2022 - 10:21 - Rita ummæli

Frjálslyndi á Engjum í Snælandi

Eins og ég hef áður bent á, merkja orðin „Las Vegas“ engjar og orðið „Nevada“ Snæland, svo að borgina með þessu nafni mætti kalla Engjar á Snælandi. Ég kynnti þar í apríl bók mína um tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn á ráðstefnu Samtaka um einkaframtaksfræði, Association of Private Enterprise Education, en fór þangað aftur núna í júlí til að kynna hana á hinni árlegu Frelsishátíð, Freedomfest, en hana sækja rösklega tvö þúsund áhugamenn um hægri stefnu, hvort sem hún er kennd við frjálslyndi eða íhaldssemi.

En nú vandast málið, því að frjálshyggjumenn eins og Friedrich A. von Hayek eða Milton Friedman eru kallaðir íhaldsmenn (conservatives) í Bandaríkjunum, en frjálshyggjumenn eða nýfrjálshyggjumenn (liberals, neoliberals) í Evrópu og Rómönsku Ameríku.

Það veldur ómældum ruglingi, að þeir, sem kalla sig „liberals“ í Bandaríkjunum, eru oftast frjálslyndir jafnaðarmenn. Þeir eru sammála okkur frjálshyggjumönnum um, að vernda þurfi mannréttindi eins og trúfrelsi, félagafrelsi og málfrelsi, en sætta sig hins vegar ekki við, að frjálst val einstaklinga í viðskiptum ráða kaupum og kjörum. Ríkið verði ekki aðeins að skattleggja fólk til að afla fjár fyrir þjónustu sína, heldur líka til að endurdreifa fjármunum frá ríkum til fátækra. Hættan við slíka endurdreifingu er hins vegar auðvitað sú, að fjármunirnir renni ekki til þeirra, sem helst þurfa þá, heldur til hinna, sem eru best skipulagðir og háværastir.

Bandaríkjamönnum finnst því skrýtið að heyra talað um frjálslynda íhaldsmenn. Í augum þeirra eru þetta andstæður, ekki hliðstæður. En eins og Jón Þorláksson skýrði út fyrir Íslendingum árið 1926, skiptir máli, í hvað íhaldsmenn vilja halda, og ef þeir vilja halda í fengið frelsi, þá eru þeir frjálslyndir íhaldsmenn.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 17. júlí 2022.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir