Sunnudagur 07.08.2022 - 10:26 - Rita ummæli

Í landi fjalla, víns og rósa

Frá því að bók mín um tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn í tveimur bindum kom út í árslok 2020, hef ég farið víða til að kynna hana. Nú liggur leiðin til Georgíu í Kákasus-fjöllum, en það land á sér langa og merka sögu. Talið er, að þar sé vínyrkja einna elst í heimi, átta þúsund ára. Georgía tók snemma kristni og var sjálfstætt konungsríki á miðöldum, en í lok átjándu aldar lögðu Rússar það undir sig. Í nokkur ár eftir byltingu bolsévíka var það aftur sjálfstætt, en síðan varð það ráðstjórnarlýðveldi. Josíf Stalín var ættaður þaðan og talaði alla tíð rússnesku með hreim. Eftir að Ráðstjórnarríkin leystust upp árið 1991, varð Georgía aftur sjálfstætt ríki. Samdráttur landsframleiðslu næstu árin var einn hinn mesti í heimi, spilling víðtæk og ríkisvald veikt.

Þetta breyttist í rósabyltingunni svokölluðu í nóvember 2003, þegar frjálshyggjumenn með rósir í höndum komust til valda í Georgíu. Þeir tóku hart á spillingu, en beittu sér aðallega fyrir því að mynda hagstætt umhverfi fyrir verðmætasköpun, lækka skatta og einfalda stjórnkerfið. Áhrifamesti umbótamaðurinn var Kakha Bendukidze. Hann var Georgíumaður, sem hafði auðgast í Rússlandi, en leist ekki á blikuna undir stjórn Pútíns, sneri aftur til heimalands síns árið 2004 og gerðist efnahagsmálaráðherra í nokkur ár. Umbætur hans skiluðu miklum árangri. Hagvöxtur í Georgíu varð einn hinn mesti í heimi, og þrátt fyrir að stjórnarandstæðingar sigruðu í kosningum árið 2012, hafa þeir ekki snúið til baka. Hagkerfið er enn eitt hið frjálsasta í heimi. Ég hitti stundum Bendukidze á alþjóðlegum ráðstefnum. Hann var brosmildur og hress í bragði, en digur mjög og dó um aldur fram árið 2014.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 7. ágúst 2022.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir