Að þessu sinni var hinn árlegi minningarkvöldverður um Margréti Thatcher haldinn í Tallinn í Eistlandi 22. september 2022. Úkraínski þingmaðurinn Oleksíj Gontsjerneko, sem hefur látið mannréttindabrot Rússa til sín taka í Evrópuráðinu, flutti ræðu kvöldsins, og mæltist honum vel. Hann kvað stríðið í landi sínu snúast um vestræna menningu, sem Rauði herinn rússneski ógnaði. Daginn […]
Nýlegt lát hins ágæta breska þjóðhöfðingja Elísabetar II. leiðir hugann að forvitnilegri spurningu: Er það tilviljun, að þau sjö lönd Evrópu, þar sem stjórnarfar er einna best, skuli öll vera konungdæmi? Þau eru Stóra Bretland, Holland, Belgía, Lúxemborg, Svíþjóð, Danmörk og Noregur. Eins og ég ræði í bók minni um Tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn, […]
Í þjóðaratkvæðagreiðslu í Síle 4. september 2022 höfnuðu kjósendur með 62% atkvæða frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, sem sérstakt stjórnlagaþing hafði samið. Þótti kjósendum frumvarpið allt of langt og allt of róttækt. Meðal annars voru þar talin upp ótal réttindi einstaklinga og hópa, án þess að gerð væri grein fyrir skyldunum, sem lagðar væru á borgarana […]
Í tilefni hins furðulega upphlaups Jóns Baldvins Hannibalssonar vegna þess, að hann er ekki alltaf einn á sviði, þegar Eystrasaltslönd eru nefnd, má rifja upp nokkur atriði. Árið 1923 flutti lettnesk kona, Liba Fridland, nokkra fyrirlestra hér á dönsku um rússnesku byltinguna, og deildi Alþýðublaðið á hana. Árið 1946 birti flóttamaður frá Litáen, Teodoras Bieliackinas, […]
Nýlegar athugasemdir