Laugardagur 24.09.2022 - 10:30 - Rita ummæli

Tallinn, september 2022

Að þessu sinni var hinn árlegi minningarkvöldverður um Margréti Thatcher haldinn í Tallinn í Eistlandi 22. september 2022. Úkraínski þingmaðurinn Oleksíj Gontsjerneko, sem hefur látið mannréttindabrot Rússa til sín taka í Evrópuráðinu, flutti ræðu kvöldsins, og mæltist honum vel. Hann kvað stríðið í landi sínu snúast um vestræna menningu, sem Rauði herinn rússneski ógnaði.

Daginn eftir tók ég þátt í málstofu um, hvaða stjórnmálastefna ætti að vera leiðarstjarna hægri manna. John O’Sullivan mælti fyrir hefðbundinni íhaldsstefnu, Federico Reho fyrir kristilegri lýðræðisstefnu og Anna Wellisz fyrir þjóðernisstefnu, en ég lýsti hinni frjálslyndu íhaldsstefnu eða frjálshyggju, sem ég hef skrifað tveggja binda bók á ensku um, og eru fjórir hornsteinar hennar einkaeignarréttur, viðskiptafrelsi, valddreifing og virðing fyrir venjum og hefðum. Á meðal hugsuða, sem varið hafa þessi verðmæti, eru David Hume, Adam Smith, Edmund Burke, Alexis de Tocqueville, Friedrich von Hayek, Wilhelm Röpke, Michael Oakeshott og Karl Popper.

Ég kvað muninn á frjálshyggju minni og harðri íhaldsstefnu einkum fólginn í tvennu. Íhaldsmenn tryðu ekki á framfarir og vissu oftast betur, á móti hverju þeir væru en hvað þeir styddu. Þeir gætu því veitt okkur takmarkaða leiðsögn inn í framtíðina. Og þótt þeir skildu það eins vel og við frjálshyggjumenn, að frelsið væri afkvæmi langrar sögulegrar þróunar, aðallega í ríkjum Engilsaxa og á Norðurlöndum, virtust þeir ekki vera þeirrar skoðunar eins og við, að það ætti erindi til allra jarðarbúa.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 24. september 2022.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir