Þegar Geir H. Haarde var leiddur fyrir landsdóm 5. mars 2012, sakaður um refsiverða vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins, stóð hann andspænis þremur hæstaréttardómurum, sem höfðu tapað stórfé á bankahruninu, eins og fram kemur í bók minni um landsdómsmálið. Eiríkur Tómasson hafði átt hlutabréf í Landsbankanum og Glitni, sem urðu verðlaus, og hann hafði sem framkvæmdastjóri […]
Um aldamótin 1900 var Ísland dönsk hjálenda, eins og það var kallað (biland). Það var þá eitt fátækasta land Vestur-Evrópu. Hér vantaði sárlega vegi, brýr, hafnir og vita. Landsmenn bjuggu flestir í köldum, dimmum, saggasömum torfbæjum. Útlendir togarar ösluðu upp að ströndum og létu vörpur sópa, en Íslendingar stunduðu af vanefnum sjó á litlum bátum, […]
Þegar ég hóf rannsókn mína á landsdómsmálinu, hafði ég óljósar spurnir af því, að einn dómarinn í landsdómi, Eiríkur Tómasson, hefði skrifað um bankahrunið á netinu. Hann hafði birt grein í Fréttablaðinu 14. febrúar 2009 um, að endurskoða þyrfti stjórnarskrána vegna bankahrunsins haustið 2008, og þar sagði í lokin, að lengri útgáfa væri til á […]
Evrópuvettvangur um minningu og samvisku, Platform of European Memory and Conscience, var stofnaður í Liechtenstein-höllinni í Prag árið 2011 til að halda uppi minningu fórnarlamba alræðisstefnu tuttugustu aldar. Ég hef starfað í honum frá 2013 og sótti ársfund hans í Liechtenstein-höllinni 16. nóvember 2022. Jafnframt hélt vettvangurinn ráðstefnu á sama stað um hið fjölþætta (hybrid) […]
Árið 2022 hef ég sótt fundi í São Paulo, Reykholti, Ljubljana, Zagreb, Sarajevo, Belgrad, Kaupmannahöfn, Osló (tvisvar), Stokkhólmi, Las Vegas (tvisvar), Tbílísi, Tallinn, Split, Wroclaw, Búkarest, Vínarborg, Prag og Barcelona. Erindið var oftast að kynna bók mína á ensku um tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn, allt frá frumkvöðlunum Snorra Sturlusyni og heilögum Tómasi af Akvínas til höfuðspekinganna […]
Fyrst kom ég í tónlistarhúsið í Vín, Staatsoper Wien, árið 1974. Ég var þá í erindum Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, á ráðstefnu í borginni og skrapp einn míns liðs á söngleik, Don Carlos eftir Verdi, sem saminn var upp úr leikriti Schillers. Mér fannst hann heldur langdreginn. Ég held að vísu, að ég kynni betur […]
Í fyrirlestrarferð til Búkarest í nóvemberbyrjun 2022 rifjaðist margt upp fyrir mér um samskipti Íslendinga og Rúmena. Stundum var hér á landi vitnað í ummæli rúmenska rithöfundarins Panaits Istratis um rússnesku byltinguna: „Þeir segja, að ekki sé hægt að baka eggjaköku nema brjóta egg. Ég sé brotnu eggin. En hvar er eggjakakan?“ Eftir seinni heimsstyrjöld […]
Flestir fréttamenn reyna áreiðanlega að gera sitt besta. Svo var eflaust um Hallgerði K. E. Jónsdóttur, sem hringdi í mig á dögunum frá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar til að spyrja mig um nýlegt forsetakjör í Brasilíu, þar sem vinstri maðurinn Lula sigraði hægri manninn Bolsonaro naumlega. Hún nefndi, að Bolsonaro þætti skeytingarlaus um […]
Nýlegar athugasemdir