Mánudagur 19.12.2022 - 12:58 - Rita ummæli

Tuggur um Amasón-skóginn

Flestir fréttamenn reyna áreiðanlega að gera sitt besta. Svo var eflaust um Hallgerði K. E. Jónsdóttur, sem hringdi í mig á dögunum frá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar til að spyrja mig um nýlegt forsetakjör í Brasilíu, þar sem vinstri maðurinn Lula sigraði hægri manninn Bolsonaro naumlega. Hún nefndi, að Bolsonaro þætti skeytingarlaus um Amasónskóginn. Ég svaraði því til, að útlendingar yrðu að greiða Brasilíumönnum sérstaklega fyrir það, ef þeir vildu koma í veg fyrir nýtingu skógarins. Væntanlega fæli slík nýting líka aðallega í sér, að nytjajurtir kæmu í stað villigróðurs, plöntur á móti plöntum.

Hallgerður sá ástæðu til að leiðrétta mig, því að hún hnýtti aftan við ummæli mín: „Taka ber fram að Amazonskógurinn er stærsti villta svæðið í heimi og jafnframt það svæði sem hefur mesta lífríkisfjölbreytni. Þá er meira en 10 prósent alls súrefnis í andrúmsloftinu framleitt í skóginum. Þá ber að geta að ræktað land hefur minni líffræðilegan fjölbreytileika en stórborgir og því ekki rétt að gróður yrði ekki minnkaður. Auk þess hafa helstu mótmælendur nýtingar Amazonskógarins verið frumbyggjar hans, sem telja um milljón manna.“

Þetta er því miður allt rangt, þótt á því sé tuggið í bergmálsklefum fjölmiðlanna, svo að Hallgerði sé nokkur vorkunn. Lífríkisfjölbreytni þarf ekki að minnka við það, að skógur sé nýttur. Atlantshafsskógurinn í Brasilíu er aðeins 15% af því, sem hann var, þegar Evrópumenn komu fyrst til landsins, en lífríkisfjölbreytni hans er svipuð. Og Amasón-skógurinn framleiðir ekkert súrefni, þegar hann er í jafnvægi, því að jafnmikið súrefni eyðist þá við rotnun og dauða jurta og verður til við sóltillífun.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 5. nóvember 2022.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir