Færslur fyrir desember, 2022

Mánudagur 19.12 2022 - 13:06

Vanhæfi sökum fjármálavafsturs

Þegar Geir H. Haarde var leiddur fyrir landsdóm 5. mars 2012, sakaður um refsiverða vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins, stóð hann andspænis þremur hæstaréttardómurum, sem höfðu tapað stórfé á bankahruninu, eins og fram kemur í bók minni um landsdómsmálið. Eiríkur Tómasson hafði átt hlutabréf í Landsbankanum og Glitni, sem urðu verðlaus, og hann hafði sem framkvæmdastjóri […]

Mánudagur 19.12 2022 - 13:04

Stjórnmálamaðurinn Hannes Hafstein

Um aldamótin 1900 var Ísland dönsk hjálenda, eins og það var kallað (biland). Það var þá eitt fátækasta land Vestur-Evrópu. Hér vantaði sárlega vegi, brýr, hafnir og vita. Landsmenn bjuggu flestir í köldum, dimmum, saggasömum torfbæjum. Útlendir togarar ösluðu upp að ströndum og létu vörpur sópa, en Íslendingar stunduðu af vanefnum sjó á litlum bátum, […]

Mánudagur 19.12 2022 - 13:01

Greinin sem hvarf

Þegar ég hóf rannsókn mína á landsdómsmálinu, hafði ég óljósar spurnir af því, að einn dómarinn í landsdómi, Eiríkur Tómasson, hefði skrifað um bankahrunið á netinu. Hann hafði birt grein í Fréttablaðinu 14. febrúar 2009 um, að endurskoða þyrfti stjórnarskrána vegna bankahrunsins haustið 2008, og þar sagði í lokin, að lengri útgáfa væri til á […]

Mánudagur 19.12 2022 - 13:01

Prag, nóvember 2022

Evrópuvettvangur um minningu og samvisku, Platform of European Memory and Conscience, var stofnaður í Liechtenstein-höllinni í Prag árið 2011 til að halda uppi minningu fórnarlamba alræðisstefnu tuttugustu aldar. Ég hef starfað í honum frá 2013 og sótti ársfund hans í Liechtenstein-höllinni 16. nóvember 2022. Jafnframt hélt vettvangurinn ráðstefnu á sama stað um hið fjölþætta (hybrid) […]

Mánudagur 19.12 2022 - 13:01

Barcelona, nóvember 2022

Árið 2022 hef ég sótt fundi í São Paulo, Reykholti, Ljubljana, Zagreb, Sarajevo, Belgrad, Kaupmannahöfn, Osló (tvisvar), Stokkhólmi, Las Vegas (tvisvar), Tbílísi, Tallinn, Split, Wroclaw, Búkarest, Vínarborg, Prag og Barcelona. Erindið var oftast að kynna bók mína á ensku um tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn, allt frá frumkvöðlunum Snorra Sturlusyni og heilögum Tómasi af Akvínas til höfuðspekinganna […]

Mánudagur 19.12 2022 - 13:00

Vínarborg, nóvember 2022

Fyrst kom ég í tónlistarhúsið í Vín, Staatsoper Wien, árið 1974. Ég var þá í erindum Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, á ráðstefnu í borginni og skrapp einn míns liðs á söngleik, Don Carlos eftir Verdi, sem saminn var upp úr leikriti Schillers. Mér fannst hann heldur langdreginn. Ég held að vísu, að ég kynni betur […]

Mánudagur 19.12 2022 - 13:00

Búkarest, nóvember 2022

Í fyrirlestrarferð til Búkarest í nóvemberbyrjun 2022 rifjaðist margt upp fyrir mér um samskipti Íslendinga og Rúmena. Stundum var hér á landi vitnað í ummæli rúmenska rithöfundarins Panaits Istratis um rússnesku byltinguna: „Þeir segja, að ekki sé hægt að baka eggjaköku nema brjóta egg. Ég sé brotnu eggin. En hvar er eggjakakan?“ Eftir seinni heimsstyrjöld […]

Mánudagur 19.12 2022 - 12:58

Tuggur um Amasón-skóginn

Flestir fréttamenn reyna áreiðanlega að gera sitt besta. Svo var eflaust um Hallgerði K. E. Jónsdóttur, sem hringdi í mig á dögunum frá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar til að spyrja mig um nýlegt forsetakjör í Brasilíu, þar sem vinstri maðurinn Lula sigraði hægri manninn Bolsonaro naumlega. Hún nefndi, að Bolsonaro þætti skeytingarlaus um […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir