Laugardagur 08.07.2023 - 13:33 - Rita ummæli

Lundúnir, janúar 2023

Á ráðstefnu evrópskra íhaldsflokka í Lundúnum 14. janúar 2023 var ég beðinn um að halda tölu. Ég lýsti því þar, hvernig Íslendingar hafa leyst úr þremur erfiðum verkefnum.

Hið fyrsta var að tryggja nothæfa peninga. Helstu hlutverk peninga eru að vera verðmælir annars vegar og gjaldmiðill hins vegar. Gallinn við mikla verðbólgu til langs tíma, sem Íslendingar þekkja af eigin raun, er hins vegar sá, að peningar hætta að vera nothæfur verðmælir. Ógerlegt er að mæla verð, ef mælikvarðinn sjálfur er síbreytilegur. En Íslendingar fundu upp verðtryggða krónu, og í henni eru allir langtímasamningar gerðir. Venjuleg króna var hins vegar notuð áfram sem gjaldmiðill.

Annað verkefnið er að tryggja, að bankamenn noti ekki óttann við hugsanleg áhlaup innstæðueigenda til að verða sér úti um ríkisábyrgð, svo að þeir geti hirt gróðann, en tapið sé þjóðnýtt. Lausn okkar var að gera innstæður að forgangskröfum á banka, en með því róast innstæðueigendur og áhlaup þeirra verða ólíkleg. Aðrir lánardrottnar banka (atvinnufjárfestar) geta borið hina auknu áhættu, sem þetta felur í sér fyrir þá.

Hið þriðja er að tryggja skynsamlega nýtingu fiskistofna, en við opinn aðgang að þeim eru þeir jafnan ofnýttir, eins og víða sést og fiskihagfræðingar hafa rökstutt. Við komum okkur upp kerfi, þar sem útgerðarmenn fengu varanleg og seljanleg veiðiréttindi, en eftir það gátu þeir einbeitt sér að því að minnka kostnað af veiðunum, jafnframt því sem arðsömustu fyrirtækin gátu keypt aðra út. Enn fremur fóru útgerðarmenn að gæta auðlindarinnar í stað þess að ausa umhugsunarlaust af henni. Kvótakerfið er í senn sjálfbært og arðbært.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 4. febrúar 2023.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir