Laugardagur 18.11.2023 - 12:54 - Rita ummæli

Hugtökin nýlendustefna og þjóðarmorð

315 starfsmenn Háskólans, innan við þriðjungur þeirra, hafa sent frá sér yfirlýsingu „gegn ísraelskri nýlendustefnu og þjóðarmorði“. Á meðal þeirra eru Vilhjálmur Árnason heimspekingur og Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskólans. Ekki er í yfirlýsingunni minnst á hina villimannslegu árás Hamas-liða á Ísrael 7. október 2023, þar sem þeir myrtu alla óbreytta borgara, sem fyrir urðu, brenndu börn lifandi og nauðguðu konum á almannafæri. Þessum ódæðum var fagnað ákaft í Gaza. Ekki er heldur minnst á, að Hamas-liðar tóku fjölda ístaelskra gísla og nota þá og eigið fólk sem lifandi skildi gegn varnarviðbrögðum Ísraelshers.

Þau Vilhjálmur og Pia og félagar þeirra misnota alþekkt hugtök. Nýlendustefna er, þegar ríki leggur með hervaldi veikari lönd undir sig og stjórnar, og hún einskorðast ekki við Vesturveldin. Kína og Japan hafa til dæmis verið nýlenduveldi. Saga Gyðinga í Ísrael er allt önnur. Þetta eru þeirra fornu heimkynni, og alltaf hefur búið þar eitthvað af Gyðingum, en innflutningur þeirra færðist í auka upp úr 1882 vegna Gyðingaofsókna í Rússlandi og víðar. Þá réðu Ottomanar Ísrael. Keyptu Gyðingar sér land og voru orðnir þriðjungur íbúa í landinu um 1940. Sameinuðu þjóðirnar lögðu til, að landinu yrði skipt milli þeirra og Araba. Ísraelsmenn samþykktu það, en Arabaríkin höfnuðu tillögunni og hófu stríð gegn Ísrael, en biðu herfilegan ósigur, og varð Ísrael talsvert stærra en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta getur ekki talist nýlendustefna.

Hugtakið þjóðarmorð er notað um skipulagða útrýmingu fólks fyrir þá sök eina, hvað það er, og er skýrasta dæmið helför Gyðinga. Nasistar ákváðu beinlínis að útrýma Gyðingum. Engin sambærileg herferð hefur verið rekin gegn Palestínumönnum, og hefur þeim raunar fjölgað úr tveimur í fimm milljónir árin 1990 til 2022.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 18. nóvember 2023.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir