Laugardagur 25.11.2023 - 11:21 - Rita ummæli

Öfgamúslimar

Öfgamúslimar hata vestræna menningu. Þeir telja hana spillta: hún tryggi rétt einstaklinga til eigna og viðskipta, hvetji þá til frjálsrar rannsóknar og rökræðu, veiti þeim kost á að stunda lífsnautnir í stað bænahalds og leyfi konum og meinlausum minnihlutahópum (eins og samkynhneigðum) að njóta sín.

Munurinn á kristninni, sem er ein undirstaða vestrænnar menningar, og öfgaíslam er, að kristnin skilur að veraldlegt vald og andleg áhrif. Menn gjalda keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er (Mt 22, 21). Samkvæmt öfgaíslam er kalífinn hins vegar í senn veraldlegur og andlegur leiðtogi, og í Íran er klerkaveldi. Kristnin viðurkennir líka, að allir séu jafnir fyrir Guði, Gyðingur eða Grikki, karl eða kona, ríkur eða fátækur (Gl 3, 28). Kenningin um sameðli alls mannkyns er einn kjarni kristninnar. Öfgamúslimar skipta fólki hins vegar í rétttrúaða og vantrúaða, og urðu vantrúaðir til dæmis jafnan að greiða hærri skatta í Tyrkjaveldi soldánsins en múslimar.

Kristur var mildur boðberi kærleiks, en Múhameð þungbúinn hermaður, sem þeysti á stríðsfáki með reidda sveðju milli Medína og Mekka. Fylgismenn hans stofnuðu víðáttumikið nýlenduveldi. Eðli öfgaíslams sést ef til vill best af fyrirheitinu, ef öfgamúslimar falla í bardaga fyrir trú sína, að þeir fari þá rakleiðis inn í paradís, þar sem fagureygar þokkadísir beri þeim dýrar veigar.

Kristnir menn bundu enda á þrælahald að eigin frumkvæði, og undan ströndum Afríku stöðvaði breski flotinn þrælaflutninga. Múslimar í Arabaríkjum hófu þrælahald hins vegar fyrr og hættu því seinna en Vesturlandamenn.

Kristnin á sér rætur í gyðingdómi. Framlag Gyðinga til vestrænnar menningar hefur verið stórkostlegt. Um tvö hundruð Nóbelsverðlaunahafar hafa komið úr röðum þeirra, en þrír Arabar fengið Nóbelsverðlaun í vísindum. Ekki munar síður um Gyðinga í fögrum listum. Öfgamúslimar fara ekki leynt með, að þeir vilja ljúka því verki, sem nasistar hófu, og útrýma Gyðingaþjóðinni.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 25. nóvember 2019.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir