Færslur fyrir mars, 2024

Miðvikudagur 06.03 2024 - 06:12

Rannsóknarskýrsla mín 2023

Ritrýnd útgáfa með alþjóðlega skírskotun The Icelandic Sagas. Collection of Four Short Sagas. Almenna bókafélagið, Reykjavík 2023. Útdráttur á ensku úr The Saga of Burnt Njal (Brennu-Njáls saga), 48 bls., The Saga of Gudrid (Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga), 42 bls., The Saga of Egil (Egils saga), 35 bls., og The Saga of Gudrun […]

Miðvikudagur 06.03 2024 - 06:10

Hvað olli synjuninni?

Í greinargerð, sem ég tók saman fyrir fjármálaráðuneytið um bankahrunið 2008, reyndi ég að skýra, hvers vegna Íslendingum var þá alls staðar synjað um lausafjárfyrirgreiðslu nema í norrænu seðlabönkunum þremur. Jafnframt gengu bresk stjórnvöld hart fram gegn Íslendingum. Miklu hefði breytt, hefði seðlabankinn íslenski getað tilkynnt, að hann hefði gert gjaldeyrisskiptasamninga við bandaríska og evrópska […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir