Vorið 1979, fyrir fjörutíu og fimm árum, var Félag frjálshyggjumanna stofnað á áttræðisafmæli Friedrichs A. von Hayeks, eins fremsta stjórnmálahugsuðar tuttugustu aldar. Fyrsti erlendi fyrirlesari félagsins þá um haustið var David Friedman, sonur hins heimsfræga hagfræðings Miltons Friedmans. David var eins og faðir hans mikill námsmaður, hafði lokið doktorsprófi í eðlisfræði, en snúið sér að […]
Ég hélt upphafsfyrirlestur í menningarvikulokum evrópskra íhaldsflokka í Nicosíu á Kýpur 31. mars 2024. Þar ræddi ég um, hvaða erindi tveir merkir hugsuðir, danska skáldið og heimspekingurinn Nikolaj F. S. Grundtvig og ítalski hagfræðingurinn Luigi Einaudi, ættu við okkur nútímamenn. Grundtvig lagði áherslu á þjóðerniskennd og samtakamátt alþýðu. Hann vildi kenna fólki að verða góðir […]
Í nettímaritinu The Conservative hef ég gegnrýnt nýlega úrskurði Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Félag nokkurra roskinna kvenna í Sviss höfðaði mál gegn ríkinu fyrir að aðhafast ekki nóg til að minnka hlýnun jarðar. Dómstóllinn taldi ríkið hafa brotið gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu: „Sérhver maður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta.“ Spunninn var […]
Matthías Johannessen sætti löngum árásum vinstri manna. Hann galt þess sem skáld og rithöfundur að vera ritstjóri Morgunblaðsins og stuðningsmaður vestræns samstarfs. Árið 1963 valdi hann bók sinni, Hugleiðingum og viðtölum, einkunnarorð úr frægu ljóði Stephans G. Stephanssonar, „Og lífsins kvöð og kjarni er það að líða/og kenna til í stormum sinna tíða.“ Þá hreytti […]
Þegar líður að forsetakjöri, má rifja upp sögu, sem minn góði vinur Matthías Johannessen, sem nú er nýlátinn, sagði stundum. Árið 1967 var vitað, að Ásgeir Ásgeirsson forseti myndi ekki gefa kost á sér til kjörs árið 1968, en tengdasonur hans, Gunnar Thoroddsen sendiherra, hafði að sögn hug á embættinu. Um haustið var rætt um […]
Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins 1959–2000, var ekki aðeins blaðamaður, heldur líka skáld, en átti erfitt uppdráttar framan af vegna ítaka kommúnista í íslensku menningarlífi, en þeim voru honum fjandsamlegir vegna eindregins stuðnings Morgunblaðsins við vestrænt varnarsamtarf. Þegar fyrsta ljóðabók Matthíasar, Borgin hló, kom út 1958, sögðu gárungar á vinstri væng, að höfundur hefði farið nærri […]
Með Matthíasi Johannessen er genginn einn merkasti blaðamaður tuttugustu aldar á Íslandi. Hann var aðeins 29 ára, þegar hann varð ritstjóri Morgunblaðsins árið 1959, og gegndi því starfi í 41 ár, til sjötugs. Ég kynntist honum á seinni hluta áttunda áratugar. Útvarpsþættir, sem ég hafði séð um, Orðabelgur, höfðu vakið athygli, og Matthías bað mig […]
Ég hélt fyrirlestur í Amsterdam 12. mars 2024 á vegum Austrian Economics Center og Nederlands Instituut vor Praxeologie, og var hann um Evrópusambandið árið 2030. Þar rifjaði ég upp, að „feður“ Evrópusambandsins höfðu orðið vitni að getuleysi Þjóðabandalagsins milli stríða til að halda uppi friði og stuðla að frjálsum alþjóðaviðskiptum. Þeir vildu því öflugt ríkjasamband […]
Nýlegar athugasemdir