Laugardagur 27.04.2024 - 18:04 - Rita ummæli

Dómarar á villigötum

Í nettímaritinu The Conservative hef ég gegnrýnt nýlega úrskurði Mannréttindadómstólsins í Strassborg.

Félag nokkurra roskinna kvenna í Sviss höfðaði mál gegn ríkinu fyrir að aðhafast ekki nóg til að minnka hlýnun jarðar. Dómstóllinn taldi ríkið hafa brotið gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu: „Sérhver maður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta.“ Spunninn var upp réttur sérhvers manns til þess, að ríkið verndaði hann á fullnægjandi hátt gegn alvarlegum neikvæðum afleiðingum loftslagsbreytinga á líf þeirra, heilsu, vellíðan og lífsgæði. Verður slíku „réttur“ ekki á neinn hátt leiddur af 8. gr. sáttmálans.

Tveir aðrir úrskurðir varða Ísland. Meiri hluti landsdóms hafði spunnið upp lög um, að forsætisráðherra væri skylt að setja á dagskrá ráðherrafunda öll mikilvæg málefni. En stjórnarskrárákvæði um ráðherrafundi er allt annarrar merkingar. Geir H. Haarde var síðan sakfelldur fyrir að hafa brotið lög, sem hvergi eru finnanleg. Dómararnir í Strassborg staðfestu sakfellinguna, eflaust fyrir áhrif Róberts Spanós.

Spanó fékk því líka ráðið, að dómstóllinn taldi íslenska ríkið hafa brotið gegn 6. gr. Mannréttindasáttmálans um rétt á óvilhöllum dómara. Maður var staðinn að verki (á skilorði) og sakfelldur á þremur dómsstigum af níu dómurum samtals. Einn þessara dómara var ekki í hópi umsækjenda, sem sérstök matsnefnd hafði á sínum tíma talið mjög hæfa, þótt sú nefnd teldi hana hæfa og Alþingi hefði staðfest skipun hennar. Hér spann dómstóllinn upp rétt sérhvers manns til þess, að dómari í máli hans væri ekki aðeins talinn hæfur af þar til bærri matsnefnd og löglega skipaður, heldur yrði hann að hafa verið talinn mjög hæfur. Þetta er fráleitt. En eftir dómsuppkvaðninguna hefur sakborningurinn auðvitað haldið áfram afbrotum.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 20. apríl 2024.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir