Laugardagur 06.07.2024 - 16:54 - Rita ummæli

Cluj, júní 2024

Cluj (frb. Klúds) er næststærsta borg Rúmeníu, og hefur Transylvaníu löngum verið stjórnað þaðan. Á þýsku hét Transylvanía áður fyrr Siebenbürgen, Sjöborgaland, og var Cluj ein borganna sjö og hét þá Klausenburg. Þá var Sjöborgaland hluti Habsborgarveldisins, en var sameinað Rúmeníu eftir fyrri heimsstyrjöld. Cluj er notaleg og hreinleg borg, og prýða hana mörg falleg hús frá Habsborgartímanum. Þar er stærsti háskóli Rúmeníu, Babes-Bolyai, og talaði ég þar 30. júní 2024 á ráðstefnu.

Erindi mitt nefndist „Evrópusambandið eftir nýliðnar kosningar til Evrópuþingsins“. Ég kvað evrópska kjósendur afdráttarlaust hafna tveimur hugmyndum, sem skriffinnarnir í Brüssel reyna að troða upp á þá. Önnur er ótakmarkaður innflutningur fólks, sem vill ekki laga sig að siðum og venjum Evrópuþjóða. Hin er afnám þjóðríkisins og tilraun til að breyta Evrópusambandinu í stórveldi, sem keppt gæti við Bandaríkin.

Hvað er til ráða? Að efla nálægðarregluna, sem er í orði kveðnu leiðarstjarna ESB, en hún er, að ákvarðanir séu teknar sem næst þeim, sem þær varða. Í því sambandi reifaði ég ýmsar tillögur, til dæmis um stofnun sérstaks dómstóls, sem úrskurðaði um verkaskiptingu og valdsvið ESB og aðildarríkja þess í ljósi nálægðarreglunnar, og um að flytja löggjafarvaldið frá framkvæmdastjórn ESB til Evrópuþingsins, en breyta framkvæmdastjórninni í stjórnsýslustofnun. ESB er komið til að vera, en kjörorð þess ætti auk frjálsra viðskipta að vera valddreifing.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 6. júlí 2024.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir