Laugardagur 13.07.2024 - 16:55 - Rita ummæli

Úrslit kosninga

Tvennar kosningar voru nýlega háðar í Evrópulöndum, 30. júní og 7. júlí í Frakklandi og 4. júlí í Bretlandi. Af einhverjum ástæðum hafa vinstri menn á Íslandi rangtúlkað úrslitin sem sérstaka vinstri sigra.

Í Frakklandi sameinuðust vinstri flokkar í seinni umferð til að þrautnýta kosningafyrirkomulagið, en bandalag þeirra tapaði þrátt fyrir það 6%. Kjörsókn var talsvert meiri þá en í fyrri umferð. Miðflokkur Macrons tapaði 14% í seinni umferð, en miðflokkur gaullista 4%. Þjóðfylking Marine Le Pens bætti hins vegar við sig 20% í seinni umferð frá því í síðustu kosningum. Hún hlaut hins vegar ekki meiri hluta á franska þinginu eins og hún hafði vonað.

Í Bretlandi bætti Verkamannaflokkurinn við sig tæpum 2% og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn innan við 1%, þótt flokkarnir hefðu lengi verið í stjórnarandstöðu. Undir forystu Sir Keir Starmers hlaut Verkamannaflokkurinn lægra hlutfall en í síðustu kosningum. Íhaldsflokkurinn tapaði miklu fylgi, 20%, enda ráðvilltur og sjálfum sér sundurþykkur. Sigurvegari kosninganna var flokkur Nigel Farages, sem bætti við sig 12% og varð þriðji stærsti flokkurinn.

Í báðum löndum töpuðu mið- og hægri flokkar, sem hafa að engu vilja kjósenda um að stöðva hömlulausan straum hælisleitenda frá múslimalöndum og þróunina í átt til miðstýringar í Evrópusambandinu, fylgi til hægri flokka.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 13. júlí 2024.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir