Mánudagur 19.08.2024 - 16:57 - Rita ummæli

Aix, júlí 2024

Á sumarskóla hagfræðideildar Aix-Marseille-háskóla, eins stærsta háskóla Frakklands, í Aix-en-Provence 12. júlí 2024 var mér boðið að tala um norræna frjálshyggju. Í útúrdúr í upphafi kvaðst ég hafa komist að því í rannsókn minni á frjálslyndri íhaldsstefnu, að hin franska frjálshyggjuhefð hefði verið vanmetin, ekki síst af Frökkum sjálfum. Þeir Benjamin Constant, Frédéric Bastiat, Alexis de Tocqueville og Bertrand de Jouvenel hefðu seilst víðar og dýpra en breskir nytjastefnumenn.

Hin norræna frjálshyggjuhefð væri líka vanmetin, þótt Montesquieu hefði raunar viðurkennt, að vestrænt frelsi hefði orðið til með germönskum þjóðum. Snorri Sturluson hefði talið vald bundið samþykki þegnanna, en þeir mættu afhrópa konunga, sem færu ekki að lögum. Anders Chydenius hefði á undan breskum hugsuðum lýst gróða án taps og samstillingu án valdboðs. Nikolaj F. S. Grundtvig hefði beitt sér fyrir alþýðumenntun í þágu lýðræðis og lýst samtakamætti frjálsra þjóða.

Velgengni Norðurlanda væri þrátt fyrir jafnaðarstefnu, ekki vegna hennar. Þær hefðu brotist til bjargálna og tekjudreifing orðið tiltölulega jöfn, áður en jafnaðarmenn fengu völd á fjórða áratug tuttugustu aldar. Þessi velgengni hvíldi á traustu réttarríki með langa hefð að baki, frjálsum alþjóðaviðskiptum og ríkri samkennd, sem hefði haft í för með sér verulegt traust manna í milli, en það auðveldaði lífsbaráttuna.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 20. júlí 2024.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir