Laugardagur 09.11.2024 - 06:22 - Rita ummæli

Trump er ekki fasisti

Orðið „fasismi“ er nú lítið annað en skamm­ar­yrði. Það er þó ómaks­ins vert að leita sögu­legr­ar merk­ing­ar þess. Fasismi ein­kenn­ist að sögn banda­ríska sagn­fræðings­ins Stan­leys Paynes af þrennu: 1) and­stöðu við frjáls­lynd­is­stefnu, íhalds­stefnu og komm­ún­isma; 2) til­raun til að taka stjórn á öll­um sviðum þjóðlífs­ins og beina kröft­um að ágengri ut­an­rík­is­stefnu; 3) róm­an­tískri dýrk­un á of­beldi, karl­mennsku, æsku­fjöri og um­fram allt öfl­ug­um leiðtog­um, sem virkjað gætu fjöld­ann til sam­virkr­ar framn­ing­ar.

Sam­kvæmt þessu voru Mús­sólíní og Hitler vita­skuld fas­ist­ar. En er Don­ald Trump það? Því fer fjarri. Trump er að vísu and­stæðing­ur komm­ún­isma, en sæk­ir margt í frjáls­lynd­is­stefnu (lækk­un skatta) og íhalds­stefnu (stuðning við fjöl­skyld­una). Hann vill tak­marka hlut­verk rík­is­ins og hafn­ar ágengri ut­an­rík­is­stefnu, en tel­ur, að Evr­ópu­rík­in eigi að kosta sjálf varn­ir sín­ar, eins og eðli­legt er. Hann dreg­ur að vísu upp þá mynd af sér, að hann sé öfl­ug­ur leiðtogi, en hann vill einkum virkja einkafram­takið, ekki fjöld­ann.

Hvað er Trump þá? Hann er po­púlisti, fylg­ismaður lýðstefnu, þótt spurn­ing­in sé, hvort hann meti meira lýðhylli en lýðskrum, að finna og fram­kvæma vilja kjós­enda frek­ar en egna þá upp og æsa. Jafn­framt jaðrar Trump við að vera for­ræðissinni, aut­ho­rit­ari­an.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 9. nóvember 2024.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir