Sunnudagur 11.05.2025 - 15:14 - Rita ummæli

Mexíkóborg, mars 2025

Mont Pelerin samtökin eru alþjóðlegt málfundafélag frjálslyndra fræðimanna, sem þeir Friedrich A. von Hayek, Milton Friedman og fleiri stofnuðu árið 1947. Á þingi þeirra í Mexíkóborg 16.–19. mars 2025 kynnti ég nýútkomna bók mína, sem evrópsku íhaldsflokkarnir gáfu nýlega út, Conservative Liberalism, North and South. Var kynningin vel sótt og góður rómur gerður að máli mínu. Sérstaklega fannst áheyrendum merkilegt að heyra um hinn fornnorræna frjálshyggjuarf, sem Snorri Sturluson kom orðum að í Heimskringlu, hugmyndirnar tvær um völd í umboði þinga og réttinn til að afhrópa konunga, ef þeir brutu fornhelg lög.
Mexíkóborg hét Tenochtitlan, þegar Spánverjar komu þangað fyrst haustið 1519, hafði verið stofnuð árið 1325 og var höfuðborg Astekaveldisins. Þar voru stundaðar mannfórnir, þegnarnir kúgaðir hrottalega og strangri stéttaskiptingu haldið uppi. Árið 1521 lögðu Spánverjar Astekaveldið undir sig og reistu nýja borg á rústum hinnar gömlu. Hún varð aðsetur landstjóra Spánverja á víðlendu svæði, konungdæminu Nýja Spáni, sem teygði sig yfir alla Mið-Ameríku, eyjar í Karíbahafi, Mexíkó okkar daga, vesturhluta núverandi Bandaríkja Norður-Ameríku, allt frá Kaliforníu til Flórída, og yfir þvert Kyrrahaf til Filippseyja. Stóð veldi Spánverja í rétt þrjú hundruð ár, til 1821, þegar Mexíkó öðlaðist sjálfstæði, en úr því hafði kvarnast mikið.
Mexíkóborg varð höfuðborg hins nýja ríkis, en ýmsar skýringar hafa verið viðraðar á því, hvers vegna því hefur vegnað miklu verr en grannanum í norðri. Ég tel einna haldbærasta þá, að muninn megi rekja allt til fyrstu evrópsku landnemanna, sem bjuggu við þátttöku (inclusion) í Bandaríkjunum, en sjálftöku (extraction) í Mexíkó.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 22. mars 2025).

Mont Pelerin samtökin eru alþjóðlegt málfundafélag frjálslyndra fræðimanna, sem þeir Friedrich A. von Hayek, Milton Friedman og fleiri stofnuðu árið 1947. Á þingi þeirra í Mexíkóborg 16.–19. mars 2025 kynnti ég nýútkomna bók mína, sem evrópsku íhaldsflokkarnir gáfu nýlega út, Conservative Liberalism, North and South. Var kynningin vel sótt og góður rómur gerður að máli mínu. Sérstaklega fannst áheyrendum merkilegt að heyra um hinn fornnorræna frjálshyggjuarf, sem Snorri Sturluson kom orðum að í Heimskringlu, hugmyndirnar tvær um völd í umboði þinga og réttinn til að afhrópa konunga, ef þeir brutu fornhelg lög.
Mexíkóborg hét Tenochtitlan, þegar Spánverjar komu þangað fyrst haustið 1519, hafði verið stofnuð árið 1325 og var höfuðborg Astekaveldisins. Þar voru stundaðar mannfórnir, þegnarnir kúgaðir hrottalega og strangri stéttaskiptingu haldið uppi. Árið 1521 lögðu Spánverjar Astekaveldið undir sig og reistu nýja borg á rústum hinnar gömlu. Hún varð aðsetur landstjóra Spánverja á víðlendu svæði, konungdæminu Nýja Spáni, sem teygði sig yfir alla Mið-Ameríku, eyjar í Karíbahafi, Mexíkó okkar daga, vesturhluta núverandi Bandaríkja Norður-Ameríku, allt frá Kaliforníu til Flórída, og yfir þvert Kyrrahaf til Filippseyja. Stóð veldi Spánverja í rétt þrjú hundruð ár, til 1821, þegar Mexíkó öðlaðist sjálfstæði, en úr því hafði kvarnast mikið.
Mexíkóborg varð höfuðborg hins nýja ríkis, en ýmsar skýringar hafa verið viðraðar á því, hvers vegna því hefur vegnað miklu verr en grannanum í norðri. Ég tel einna haldbærasta þá, að muninn megi rekja allt til fyrstu evrópsku landnemanna, sem bjuggu við þátttöku (inclusion) í Bandaríkjunum, en sjálftöku (extraction) í Mexíkó.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 22. mars 2025).

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir