Sunnudagur 11.05.2025 - 15:20 - Rita ummæli

Reykjavík, apríl 2025

Flestar ráðstefnur eru lítið annað en bergmál almæltra tíðinda. Það átti þó ekki við um ráðstefnu, sem RSE, Rannsóknamiðstöð í samfélags- og efnahagsmálum, og Austrian Economics Center héldu saman í Reykjavík 5. apríl 2025 um frelsi og frumkvöðla og ég skipulagði. Þar voru flutt mörg fróðleg erindi. Dr. Gabriel Stein, fjárfestir í Lundúnum og fjölfræðingur, sagði frá skáldsögu sinni um íslenska þjóðveldið, Sailing Free: The Saga of Kári the Icelander. Henni lýkur á Alþingi árið 1067, þar sem söguhetjan Kári Ragnarsson deilir við Gunnar goða, sem vill, að Íslendingar afsali sér fullveldi og leiti skjóls í Evrópu. Hagfræðiprófessorarnir Per Bylund í Oklahoma og Sasa Randjelevic í Serbíu útskýrðu, hvert væri hlutverk frumkvöðla í frjálsu atvinnulífi og hvernig áföll eins og fjármálakreppan 2007–2009 og kórónuveirufaraldurinn 2020–2021 ógnuðu atvinnufrelsi.
Frumlegustu hugmyndirnar voru þó settar fram í tveimur öðrum erindum. Dr. Barbara Kolm, forstöðumaður Austrian Economics Center í Vínarborg, kvað skynsamlegustu viðbrögð Evrópuríkja við nýlegum tollahækkunum Bandaríkjastjórnar vera að fella einhliða niður alla tolla á vöru frá Bandaríkjunum og bíða síðan viðbragða í vestri. Þetta er svipuð hugmynd og Elon Musk hefur sett fram, að Norður-Ameríka og Evrópa verði eitt risastórt fríverslunarsvæði. Prófessor Mark Pennington sagði, að leiðin til ánauðar væri ekki lengur miðstýrður áætlunarbúskapur eins og Lenín og Stalín hefðu hugsað sér, heldur ofurvald orðræðustjóra á ýmum stigum, en þeir kæmu í veg fyrir frjálsa samkeppni hugmynda. Tók hann orðræðurnar um kórónuveirufaraldurinn og hamfarahlýnun til dæmis. Við erum hneppt í ósýnilega fjötra. Við veljum ekki. Það er valið fyrir okkur.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 12. apríl 2025.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir