Sunnudagur 11.05.2025 - 15:24 - Rita ummæli

Reykjavík, maí 2025

Alþjóðleg ráðstefna var haldin í Reykjavík 8. maí 2025 vegna bókar minnar, Conservative Liberalism, North and South: Grundtvig, Einaudi and their Relevance Today, þar sem ég ber saman norrænu leiðina í alþjóðasamskiptum (sjálfsprottið samstarf við lágmarksafsal fullveldis) og hina evrópsku (aukna miðstýringu frá Brüssel).
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, setti ráðstefnuna og kvað fróðlegt að sjá Snorra Sturluson og Nikolaj F. S. Grundtvig talda á meðal hugmyndasmiða frjálshyggjunnar, eins og gert væri í bók minni.
Danski sagnfræðingurinn dr. David Gress benti á, að á nítjándu öld hefðu þjóðernishyggja og frjálshyggja átt samleið í Evrópu. En nú ynni hin umboðslausa framkvæmdastjórn Evrópusambandsins markvisst gegn þjóðríkjum, og væri almenningur óðum að komast á þá skoðun, að ekkert tillit væri tekið til hans í Brüssel.
Prófessor Alberto Mingardi frá Ítalíu ræddi um hugmyndir Luigis Einaudis, forseta Ítalíu 1948–1955, um frjálslynt bandalag Evrópuríkja, en því miður hefði Evrópusambandið stefnt í þveröfuga átt frá öndverðum tíunda áratug síðustu aldar, þegar þróun hófst úr ríkjasambandi í sambandsríki.
Borwick lávarður, sem situr í bresku lávarðadeildinni, lýsti hreyfingunni fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, en tilgangur hennar hefði umfram allt verið, að Bretland endurheimti sjálfstæði sitt, en þyrfti ekki að lúta erlendu miðstjórnarvaldi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mælti lokaorð og sagðist ætla að berjast með oddi og egg gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 10. maí 2025.)

Flokkar: Óflokkað

«

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir