Laugardagur 03.01.2026 - 15:28 - Rita ummæli

Marrakesh, október 2025

Getur íslam farið saman við einstaklingsfrelsi? Mont Pelerin samtökin eru alþjóðlegt málfundafélag frjálshyggjumanna, og um þetta var rætt á ráðstefnu þeirra í Marrakesh í Marokkó 7.–10. október 2025. Ekki skal vitna beint í ræðumenn á fundum samtakanna, en ég get sagt frá eigin brjósti, að ég tel reginmun á höfundum og sögulegri þróun kristni og íslams. Kristur var sonur Guðs, gekk um í síðum, hvítum kyrtli og boðaði kærleika, fyrirgefningu og auðmýkt. Múhameð var í senn spámaður og hermaður, sem þeysti um á fáki og sveiflaði sverði. Í kristni varð í langri baráttu keisara og páfa til skýr aðgreining veraldlegs og andlegs valds, en í íslam er slík aðgreining vart finnanleg nema helst í Tyrklandi í valdatíð Mústafa Kemals.
Svarið við spurningunni hlýtur þó að vera já. Í kóraninum gætir sums staðar frjálslyndis, annars staðar stjórnlyndis, eins og í biblíunni. Hitt er annað mál, að vestræn gildi hafa ekki þrifist vel í múslimalöndum, eins og fram kom á ráðstefnunni. Til dæmis teljast 55% ríkja heims lýðræðisríki, en aðeins 12% múslimalanda.
Múslimar mælast líka talsvert stjórnlyndari en kristnir menn. Í gildakönnun í 115 löndum á fjörutíu árum, 1981–2020 (samtenging World Values Survey og European Values Study), voru múslimar, mótmælendur, rómversk-kaþólskir menn og grísk-kaþólskir spurðir ýmissa spurninga. Ein var, hvort væri mikilvægara hlutverk ríkisins, að halda uppi reglu eða virða frelsi. Múslimar skáru sig úr: Flestir þeirra töldu mikilvægara að halda uppi reglu. Önnur spurning var, hvort fyrirtæki ættu að vera í eigu einstaklinga eða ríkisins. Enn skáru múslimar sig úr. Langflestir þeirra töldu fyrirtæki betur komin í eigu ríkisins. Þriðja spurningin var, hvort menn vildu aðeins leyfa eigin trúarbrögð. Múslimar töldu miklu fremur en kristnir menn, að svo ætti að vera.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 1. nóvember 2025.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir