Laugardagur 03.01.2026 - 15:42 - Rita ummæli

Viðbrögð við gyðingahatri

Gyðingahatur er að aukast, eins og mannskæð árás öfgamúslima á gyðinga í Sydney 14. desember 2025 sýnir. Þetta hatur á sér djúpar rætur. Önnur er stæk andúð á þeim, sem eru öðru vísi. Þótt gyðingar hafi aðlagast í þeim skilningi, að þeir hlýða jafnan lögum og reglum, halda þeir fast í sérkenni sín. Hin rótin er einskær öfund. Eftir að gyðingahatur miðalda hafði hjaðnað, blossaði það upp aftur á nítjándu öld, þegar háskólar hófu að leggja inntökupróf fyrir nemendur og gyðingar stóðu sig þar mun betur en aðrir, enda bjuggu þeir að árþúsunda bókmenningu. En hvernig skal brugðist við?
Í fyrsta lagi þarf fræðslu um Helförina, þegar nasistar myrtu sex milljónir gyðinga árin 1941–1945. Þegar Hitler var spurður, hvort hann hefði ekki áhyggjur af dómi sögunnar, svaraði hann: Hver man eftir Armenum? Ekki verður nógsamlega á það minnt, að böðullinn drepur tvisvar, í seinna skiptið með þögninni.
Í öðru lagi þarf tafarlaust að vísa öfgamúslimum úr landi. Það er til dæmis með ólíkindum, að enn séu hér á landi þau Falasteen Abu Libdeh, sem fagnaði í Kastljósi árás Hamas á Ísrael, Mohamad Kourani, sem ógnaði hvað eftir annað vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans, Naji Asar, sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins, og Ibaa Ben Hosheyeh, sem skrifaði færslu á Facebook um, að gyðingar væru blanda af svínum og öpum (þótt raunar séu þau orð úr kóraninum, Surat al-Maidah, 60).
Í þriðja lagi er ástæðulaust að hleypa gyðingahöturum að í umræðum, þótt ekki sé rétt að mínum dómi að svipta þá málfrelsi. Vestræn ríki verða líka að hætta að fjármagna áróðursvél öfgamúslima, eins og þau gera með framlögum til sjálfstjórnarsvæðanna í Gasa og á vesturbakka Jórdan.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 20. desember 2025.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir