Gyðingahatur er að aukast, eins og mannskæð árás öfgamúslima á gyðinga í Sydney 14. desember 2025 sýnir. Þetta hatur á sér djúpar rætur. Önnur er stæk andúð á þeim, sem eru öðru vísi. Þótt gyðingar hafi aðlagast í þeim skilningi, að þeir hlýða jafnan lögum og reglum, halda þeir fast í sérkenni sín. Hin rótin er einskær öfund. Eftir að gyðingahatur miðalda hafði hjaðnað, blossaði það upp aftur á nítjándu öld, þegar háskólar hófu að leggja inntökupróf fyrir nemendur og gyðingar stóðu sig þar mun betur en aðrir, enda bjuggu þeir að árþúsunda bókmenningu. En hvernig skal brugðist við?
Í fyrsta lagi þarf fræðslu um Helförina, þegar nasistar myrtu sex milljónir gyðinga árin 1941–1945. Þegar Hitler var spurður, hvort hann hefði ekki áhyggjur af dómi sögunnar, svaraði hann: Hver man eftir Armenum? Ekki verður nógsamlega á það minnt, að böðullinn drepur tvisvar, í seinna skiptið með þögninni.
Í öðru lagi þarf tafarlaust að vísa öfgamúslimum úr landi. Það er til dæmis með ólíkindum, að enn séu hér á landi þau Falasteen Abu Libdeh, sem fagnaði í Kastljósi árás Hamas á Ísrael, Mohamad Kourani, sem ógnaði hvað eftir annað vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans, Naji Asar, sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins, og Ibaa Ben Hosheyeh, sem skrifaði færslu á Facebook um, að gyðingar væru blanda af svínum og öpum (þótt raunar séu þau orð úr kóraninum, Surat al-Maidah, 60).
Í þriðja lagi er ástæðulaust að hleypa gyðingahöturum að í umræðum, þótt ekki sé rétt að mínum dómi að svipta þá málfrelsi. Vestræn ríki verða líka að hætta að fjármagna áróðursvél öfgamúslima, eins og þau gera með framlögum til sjálfstjórnarsvæðanna í Gasa og á vesturbakka Jórdan.
(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 20. desember 2025.)

Rita ummæli