Eftir að ég hafði setið þing Mont Pelerin samtakanna í Osló 4.–8. október 2022, hélt ég til Wroclaw í Póllandi, þar sem ég tók þátt í starfshópi Evrópuvettvangs um minningu og samvisku um, hvernig minnast mætti fórnarlamba alræðisstefnu nasista og kommúnista. Notalegur miðaldablær er yfir miðborginni, en ég tók eftir því, að mörg fallegustu húsin […]
Á aðalfundi Mont Pelerin samtakanna í Osló í október 2022 var hlé gert á fundum síðdegis 7. október og siglt frá borginni suður til hins sögufræga Óskarsvirkis, sem stendur á hólma í Oslóarfirði, þar sem hann er einna þrengstur. Virkið var fullgert árið 1853 og hét eftir konungi Svíþjóðar og Noregs á þeirri tíð. Það […]
Nú í ár héldu Mont Pelerin samtökin, alþjóðleg samtök frjálslyndra fræðimanna og annarra áhugamanna um frelsi, aðalfund sinn í fyrstu viku október í Osló. Þau voru stofnuð að frumkvæði ensk-austurríska hagfræðingsins Friedrichs von Hayeks, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, í Sviss vorið 1947, svo að þau eru nú 75 ára. Meðal stofnenda voru þrír aðrir hagfræðingar, sem […]
Það var fróðlegt á dögunum að gista tvær gamlar verslunarborgir í Evrópu, Tallinn í Eistlandi og Split í Króatíu. Báðar liggja þær vel við siglingum, önnur um Eystrasalt og hin um Adríahaf, og báðar voru þær öldum saman undir stjórn útlendinga, Tallinn þýskrar riddarareglu og Split feneyskra kaupmanna. Íslendingar eiga aðeins einn nágranna, Ægi konung, […]
Að þessu sinni var hinn árlegi minningarkvöldverður um Margréti Thatcher haldinn í Tallinn í Eistlandi 22. september 2022. Úkraínski þingmaðurinn Oleksíj Gontsjerneko, sem hefur látið mannréttindabrot Rússa til sín taka í Evrópuráðinu, flutti ræðu kvöldsins, og mæltist honum vel. Hann kvað stríðið í landi sínu snúast um vestræna menningu, sem Rauði herinn rússneski ógnaði. Daginn […]
Nýlegt lát hins ágæta breska þjóðhöfðingja Elísabetar II. leiðir hugann að forvitnilegri spurningu: Er það tilviljun, að þau sjö lönd Evrópu, þar sem stjórnarfar er einna best, skuli öll vera konungdæmi? Þau eru Stóra Bretland, Holland, Belgía, Lúxemborg, Svíþjóð, Danmörk og Noregur. Eins og ég ræði í bók minni um Tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn, […]
Í þjóðaratkvæðagreiðslu í Síle 4. september 2022 höfnuðu kjósendur með 62% atkvæða frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, sem sérstakt stjórnlagaþing hafði samið. Þótti kjósendum frumvarpið allt of langt og allt of róttækt. Meðal annars voru þar talin upp ótal réttindi einstaklinga og hópa, án þess að gerð væri grein fyrir skyldunum, sem lagðar væru á borgarana […]
Í tilefni hins furðulega upphlaups Jóns Baldvins Hannibalssonar vegna þess, að hann er ekki alltaf einn á sviði, þegar Eystrasaltslönd eru nefnd, má rifja upp nokkur atriði. Árið 1923 flutti lettnesk kona, Liba Fridland, nokkra fyrirlestra hér á dönsku um rússnesku byltinguna, og deildi Alþýðublaðið á hana. Árið 1946 birti flóttamaður frá Litáen, Teodoras Bieliackinas, […]
Árið 2009 samþykkti þing Evrópusambandsins, að 23. ágúst yrði árlegur minningardagur fórnarlamba alræðisstefnunnar, kommúnisma og nasisma. Sumir fræðimenn hafa að vísu andmælt því, að kommúnismi skuli lagður að jöfnu við nasisma. Hann hafi aðeins miðað að því að útrýma stéttaskiptingu án þess nauðsynlega að útrýma einstaklingum úr þeim stéttum, sem áttu að hverfa. Nasisminn hafi […]
Frá því að bók mín um tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn í tveimur bindum kom út í árslok 2020, hef ég farið víða til að kynna hana. Nú liggur leiðin til Georgíu í Kákasus-fjöllum, en það land á sér langa og merka sögu. Talið er, að þar sé vínyrkja einna elst í heimi, átta þúsund […]
Nýlegar athugasemdir