Þegar ég hélt fyrirlestur í Sarajevo í Bosníu-Hersegóvínu 12. maí 2022, varð mér eins og líklega flestum öðrum, sem til borgarinnar koma, hugsað til hins örlaríka júnídags árið 1914, en þá skaut þar serbneskur þjóðernissinni, Gavrilo Princip, ríkisarfa Habsborgarveldisins Franz Ferdinand og konu hans Sophie til bana. Þetta var upphafið að fyrri heimsstyrjöld. Habsborgarveldið var […]
Horfur eru nú á, að Svíþjóð og Finnland hverfi frá hlutleysi og gerist aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Það hefði fyrir nokkrum árum þótt saga til næsta bæjar. Kalmarsambandið, sem var ríkjasamband þriggja konungsríkja, Danmerkur, Svíþjóðar ásamt Finnlandi og Noregs ásamt Íslandi, stóð aðeins í röska öld, frá 1397 til 1523. Eftir það skiptust Norðurlönd milli konunga […]
Í Fróðleiksmola 1. ágúst 2020 nefndi ég dæmi um þá afsiðun, sem stríð hafa í för með sér. Í lok síðari heimsstyrjaldar flýðu um 250 þúsund Þjóðverjar undan Rauða hernum rússneska yfir Eystrasalt til Danmerkur. Þar voru þeir umsvifalaust lokaðir inni í fangabúðum. Danska læknafélagið sendi frá sér tilkynningu um, að læknar myndu ekki hlynna […]
Hinn 19. apríl var mér boðið að flytja erindi um stjórnspeki Snorra Sturlusonar í Snorrastofu í Reykholti. Þar notaði ég tækifærið til að svara rækilegar en áður tveimur mótbárum, sem hreyft var við fyrirlestri mínum um sama efni í miðaldastofu í Reykjavík 2. desember á síðasta ári. Hin fyrri var, að Snorri hefði ekki samið […]
Í ágúst 2005 skipulagði ég í Reykjavík ráðstefnu Mont Pelerin Society, alþjóðasamtaka frjálslyndra fræðimanna. Ráðstefnugestir hrifust margir af íslenska Þjóðveldinu, þegar þjóðin átti sér engan konung annan en lögin. Einn gestanna, Michel Kelly-Gagnon í Hagfræðistofnuninni í Montréal, hvatti tvo vini sína, fjármálaráðgjafana Gabriel Stein og John Nugée í Lundúnum, til að skrifa skáldsögu um Þjóðveldið. […]
Á íslensku heitir Las Vegas engi og Nevada Snæland, þótt lítið sé um engi nálægt Las Vegas og snjór aðeins á hæstu fjallstindum í Nevada. Á hinni árlegu ráðstefnu Samtaka um framtaksfræðslu, Association of Private Enterprise Education, á Engjum í Snælandi kynnti ég hinn 5. apríl nýlega bók mína um tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn, en […]
Úkraínumenn hafa verið óheppnari með nágranna en Íslendingar. Einn hræðilegasti atburður tuttugustu aldar í Evrópu var hungursneyðin í Úkraínu árin 1932–1933. Talið er, að fjórar milljónir manna hafi þá soltið í hel. Orsök hennar var, að Kremlverjar vildu koma á samyrkju, en bændur streittust á móti. Kremlverjar brugðust við með því að gera mestalla uppskeru […]
Þegar Úkraínumenn lýstu yfir sjálfstæði árið 1991, voru þeir að feta í fótspor margra annarra Evrópuþjóða. Norðmenn höfðu sagt skilið við Svía árið 2005, af því að þeir voru og vildu vera Norðmenn, ekki Svíar. Finnar höfðu sagt skilið við Rússa árið 1917, af því að þeir voru og vildu vera Finnar, ekki Rússar. Íslendingar […]
Árið 1936, þegar nasisminn gekk ljósum logum um Norðurálfuna, orti norska skáldið Arnulf Øverland áhrifamikið kvæði, „Þú mátt ekki sofa!“ sem Magnús Ásgeirsson sneri á íslensku. Þar segir: Þú mátt ekki hírast í helgum steini með hlutlausri aumkun í þögn og leyni! Vesturlandamenn verða að sögn skáldsins að standa sameinaðir í stað þess að falla […]
Í nóvemberlok 1951 kom út á íslensku bókin Ég kaus frelsið eftir Víktor Kravtsjenko, verkfræðing frá Úkraínu, sem leitað hafði hælis í Bandaríkjunum vorið 1944. Þar sagði höfundur meðal annars frá hungursneyðinni í Úkraínu á öndverðum fjórða áratug, hreinsunum Stalíns og þrælkunarbúðum ráðstjórnarinnar, en allt þetta hafði hann horft upp á. Kommúnistar um allan heim […]
Nýlegar athugasemdir