Foreword Iceland is a tiny, remote island of which others know little. The Danish kings who ruled the country from 1380 to 1918 tried at least five times to sell her to others, thrice to the King of England, once to the merchants of Hamburg and once to Prussia. Unsurprisingly, then, Iceland has been an […]
Finnskur kennari við Háskólann á Akureyri, Lars Lundsten að nafni, skrifaði fyrir skömmu grein í Hufvudstadsbladet í Helsingfors um, að Ísland væri spilltasta landið í hópi Norðurlanda. Ég svaraði í blaðinu 7. apríl og benti á, að heimild hans væri hæpin. Hún væri alþjóðleg spillingarmatsvísitala, en eins og fram hefur komið opinberlega, hefur einkunn Íslands samkvæmt […]
Liðin eru 409 ár, frá því að Arngrímur lærði birti rit sitt, Anatome Blefkeniana (Verk Blefkens krufin), þar sem hann andmælti alls konar furðusögum um Ísland, sem þýski farandprédikarinn Dithmar Blefken hafði sett saman. Mér sýnist ekki vanþörf á að endurtaka leikinn, því að Þorvaldur Gylfason prófessor hefur farið víða um lönd og prédikað gegn […]
Fyrir nokkrum misserum var gerð könnun um fallegasta orðið á íslensku, og varð „ljósmóðir“ fyrir valinu. Það var eðlilegt. Hvort tveggja er, að orðið sjálft er fallegt og þjált og að mikil birta hvílir yfir merkingarsviði þess: ný börn að koma í heiminn, mikil blessun fámennri þjóð. Hvernig ætti að þýða þetta orð? Hver tunga […]
Ég hef hér farið yfir ýmsar brellur, firrur, gloppur og skekkjur í verkum Jóns Ólafssonar um íslensku kommúnistahreyfinguna. Ýmsar þjóna þær þeim tilgangi að gera lítið úr ofbeldiseðli hreyfingarinnar og tengslum við alræðisherrana í Mosku. En sumar villur Jóns virðast engum tilgangi þjóna. Strax í upphafi bókarinnar Kæru félaga (bls. 15) segir Jón til dæmis […]
Í verkum Jóns Ólafssonar um íslensku kommúnistahreyfinguna er mikið um firrur, gloppur og villur. Þar er líka talsvert um skekkjur, en þær má kalla ástæðulausa ónákvæmni og ómarkvissa frásögn. Jón fer til dæmis iðulega rangt með nöfn bóka og manna. Í Kæru félögum frá 1999 verður Ófriður í aðsigi eftir Þór Whitehead að Óveðri í […]
Það má kalla gloppur í verkum fræðimanna, þegar þar vantar mikilvægar staðreyndir, ýmist af vangá eða vanþekkingu, svo að samhengi slitnar. Ein versta gloppan í verkum Jóns Ólafssonar um íslensku kommúnistahreyfinguna er í frásögn hans af fundi Einars Olgeirssonar í Moskvu í október 1945 með Georgí Dímítrov, yfirmanni alþjóðadeildar kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna (sem tók við af […]
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður sendi mér kalda kveðju á Snjáldru um daginn (en tilefnið var símtal dómsmálaráðherra við lögreglustjórann í Reykjavík): Alþjóð veit að Hannes Hólmsteinn er í senn hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins og gjallarhorn flokksforystunnar. Þegar hann gjammar, er Sjálfstæðisflokkurinn að tjá sig. … Og ef það er einhver sem ekki er starfi sínu vaxinn er […]
Firrur eru hugmyndir, sem standast bersýnilega ekki, ganga þvert gegn þeim veruleika, sem við höfum fyrir augunum, eða gegn röklegri hugsun. Nokkrar slíkar firrur getur að líta í verkum Jóns Ólafssonar heimspekikennara um sögu íslensku kommúnistahreyfingarinnar. Ein þeirra er, að þeir 23 Íslendingar, sem kommúnistaflokkurinn íslenski sendi á leyniskóla Kominterns, Alþjóðasambands kommúnistaflokka, í Moskvu árin […]
Ritdómur minn í Morgunblaðinu 10. desember 2020 um bók Kjartans Ólafssonar, Drauma og veruleika, varð Jóni Ólafssyni, aðalyfirlesara bókarinnar, tilefni til harðrar árásar á mig í Kjarnanum 14. desember fyrir „geðvonsku, smásmygli og öfund“, þótt hann nefndi að vísu ekki einasta dæmi um, að ég færi rangt með. En hann sagði af mér sögu. Hann […]
Nýlegar athugasemdir