Í Íslendinga sögum eru þrír löðrungar sögulegir. Auður Vésteinsdóttir tók fé það, sem reynt var að bera á hana, til að hún segði til manns síns, og rak í nasir Eyjólfs hins gráa. „Skaltu það muna, vesall maður, meðan þú lifir að kona hefur barið þig.“ Þorvaldi Halldórssyni, fyrsta manni Guðrúnar Ósvífursdóttur, sinnaðist svo við […]
Þegar ég var barn að aldri fyrir röskum sextíu árum, gleypti ég í mig söguna um Selinn Snorra eftir norska teiknarann og rithöfundinn Friðþjóf (Frithjof) Sælen. Það fór þá auðvitað fram hjá mér, að ritið er ekki aðeins skemmtileg myndasaga handa börnum, heldur líka snjöll dæmisaga um hernám Noregs. Snorri er saklaus kópur í Íshafinu, […]
Eftir því sem ég skoða betur rithöfundarferil Snorra Sturlusonar, myndast skýrar tilgáta um hann í mínum huga. Hún er þessi: Snorri semur Eddu, áður en hann fer á fund Noregskonungs, í því skyni að endurvekja skáldskaparlistina, hefðbundna aðferð Íslendinga til að afla sér fjár og frama í konungsgarði. Þegar hann kemur til Noregs 1218, eru […]
Hér í blaðinu hef ég bent á, að sumir kunnustu heimspekingar sögunnar hafa minnst á Íslendinga. Rousseau sagði, að íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn yndu sér þar svo illa, að þeir ýmist vesluðust upp og gæfu upp öndina eða drukknuðu í sjó, þegar þeir ætluðu að synda aftur heim til Íslands. Marx og Engels völdu Íslendingum […]
Í ágúst 2020 birti Samherji myndband um fréttaflutning Ríkisútvarpsins af máli frá 2012, sem snerist um fiskverð og skilaskyldu og kalla mætti fyrra Samherjamálið til að greina það frá nýlegra máli, en það snýst um umsvif fyrirtækisins í Namibíu. Þrátt fyrir margra ára rannsókn í þessu fyrra máli var niðurstaða saksóknara sú, að ekki væri […]
Eitt af því, sem menn læra í grúski um söguna, er, að fleiri hliðar eru á henni en okkur voru kenndar í skólum. Enginn sagði okkur til dæmis frá því, að í lok seinna stríðs voru á milli tíu og fjórtán milljónir manna af þýskum ættum reknar til Þýskalands frá heimkynnum sínum í Austur-Prússlandi, Póllandi […]
Norðurlandaþjóðir eru með réttu taldar einhverjar hinar ágætustu í heimi. Þess vegna verðum við hissa, þegar við rekumst á dæmi um hrottaskap eða lögleysur hjá þeim, svo sem þegar 62 þúsund manns voru gerð ófrjó, flestir án þess að vita af því eða gegn eigin vilja, í Svíþjóð árin 1935–1975 eða þegar Norðmenn settu í […]
Forystumenn verkalýðsfélagsins Eflingar, Sólveig Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, virðast vilja færa starfsemi þess langt aftur á síðustu öld, þegar sumir trúðu því, að kjarabætur fengjust með kjarabaráttu frekar en vexti atvinnulífsins: því fleiri verkföll, því betra. Afleiðingin á Íslandi var víxlhækkun kaupgjalds og verðlags, þrálát verðbólga, en óveruleg aukning kaupmáttar. Þau Sólveig og Viðar kunna […]
Fyrir tilviljun rakst ég á ljósmynd af okkur Geir H. Haarde að sýna Friedrich A. von Hayek Þingvelli í apríl 1980. Birti ég hana á Snjáldru (Facebook) og lét þess getið, að Geir hefði verið forsætisráðherra 2006–2009, en ranglega dreginn fyrir Landsdóm vegna bankahrunsins 2008. Gísli Tryggvason lögmaður andmælti mér með þeim orðum, að Landsdómur […]
Þess var minnst í gær, að hálf öld er liðin frá andláti Bjarna Benediktssonar. Hér vil ég vekja athygli á tveimur verkum Bjarna, sem hljótt hefur verið um, en varða bæði hið erfiða viðfangsefni, sem hann og samtímamenn hans stóðu frammi fyrir, að reisa og treysta íslenskt ríki, eftir að okkar fámenna þjóð fékk fullveldi […]
Nýlegar athugasemdir