Íslendinga þættir eru miklu styttri en Íslendinga sögur. Einn hinn skemmtilegasti er um Halldór Snorrason. Hann var dóttursonur Einars Þveræings og langalangafi Snorra Sturlusonar og hafði ungur verið í liði Væringja í Miklagarði ásamt Haraldi Sigurðssyni, hálfbróður Ólafs digra Noregskonungs. Þegar Haraldur varð konungur Noregs árið 1046, fylgdi Halldór honum. Fyrst var slegin mynt í […]
Norðurlandaþjóðirnar hafa, eins og ég leiði rök að í nýrri bók á ensku, fundið ákjósanlega leið í sambúð þjóða (þótt áður fyrr hafi þær háð ófá stríð hver við aðra). Ef ein þjóð vill ekki lúta annarri, þá segir hún skilið við hana, eins og Norðmenn gerðu 1905, Finnar 1917 og Íslendingar 1918. Ef þjóðabrot […]
Páll Ólafsson orti fræga vísu um Arnljót Ólafsson: Mér er um og ó um Ljót, ég ætla hann vera dreng og þrjót, Í honum er gull og grjót, hann getur unnið mein — og bót. Vísan gæti sem best átt við um Donald Trump, nýkjörinn Bandaríkjaforseta. Hér skal ég nefna nokkur atriði, þar sem hann […]
Margar skýringar eru til á því að á Íslandi voru á þrettándu öld settar saman sögur sem áttu ekki sinn líka annars staðar. Hér skulu nefndar fjórar. 1) Íslendingar voru fáir og máttu sín ekki mikils. Eina vopn þeirra var orðsins brandur, mælskulistin, til dæmis þegar Haraldur blátönn Danakonungur gerði árið 982 upptækt skip í […]
Áður hef ég vikið að því, að í HeimskringluSnorra Sturlusonar er að finna sömu hugmynd og Adam Smith batt í kerfi, að frjáls viðskipti væru báðum aðilum í hag. Sænskir bændur vildu versla við nágranna sína í Noregi, en eitt sinn gátu þeir það ekki vegna hernaðar. Rögnvaldur jarl Úlfsson taldi „upp hvert vandræði Vestur-Gautum […]
Menn geta eflaust stutt strandveiðar og hafnað hvalveiðum af tilfinningaástæðum, en þeir geta ekki fært nein frambærileg fræðileg rök fyrir því. Kvótakerfið íslenska er hagkvæmasta lausnin, sem enn hefur fundist á „samnýtingarbölinu“ svokallaða (Tragedy of the Commons), en það er, að ótakmarkaður aðgangur að takmarkaðri auðlind leiðir til ofnýtingar hennar. Við kvótakerfið geta handhafar ótímabundinna […]
Í nýútkomnum dagbókum hefur Ólafur Ragnar Grímsson margt eftir mönnum og iðulega í óþökk þeirra. Hann nafngreinir til dæmis lagaprófessor í Háskóla Íslands, sem hafi sagt sér, að Þorvaldur Gylfason, áhugamaður um stjórnarskrárumrót, líktist helst „svindlurunum í ætt föður síns“. Hér er átt við alræmdan svikahrapp, Björn Gíslason, afabróður Þorvaldar, en um hann samdi Ragnheiður […]
Heimurinn hefur aldrei verið betri, en sjaldan hættulegri. Hann er betri vegna stórkostlegra framfara í krafti viðskiptafrelsis og tækniþróunar. Fátækt hefur minnkað, heilsufar batnað, tækifærum fjölgað, umburðarlyndi aukist (á Vesturlöndum). En líkur á þriðju heimsstyrjöldinni hafa sjaldan verið meiri. Öxulveldin, Rússland, Kína, Íran og Norður-Kórea, brýna ekki aðeins vopnin, heldur nota, að vísu með misjöfnum […]
Fyrsta stjórnin íslenska, sem gaf sjálfri sér nafn, var „stjórn hinna vinnandi stétta“, sem mynduð var 1934, en þrátt fyrir nafnið hafði hún að baki sér minni hluta kjósenda, 43,6%. Líklega hefði hún frekar átt að heita „stjórn hinna talandi stétta“. Önnur stjórn, sem hlaut sérstakt nafn, var þjóðstjórnin, sem mynduð var 1939. Hún var […]
Nú vinna leiðtogar þeirra þriggja flokka, sem juku mest fylgi sitt í þingkosningunum 30. nóvember 2024, að stjórnarmyndun, þær Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland. Samsteypustjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins undir forsæti Kristrúnar er vissulega annar af tveimur rökréttum möguleikum eftir kosningarnar. Hinn er samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks undir forsæti Bjarna […]
Nýlegar athugasemdir