Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 15.02 2025 - 21:10

Skírt silfur og bleikt

Íslendinga þættir eru miklu styttri en Íslendinga sögur. Einn hinn skemmtilegasti er um Halldór Snorrason. Hann var dóttursonur Einars Þveræings og langalangafi Snorra Sturlusonar og hafði ungur verið í liði Væringja í Miklagarði ásamt Haraldi Sigurðssyni, hálfbróður Ólafs digra Noregskonungs. Þegar Haraldur varð konungur Noregs árið 1046, fylgdi Halldór honum. Fyrst var slegin mynt í […]

Laugardagur 08.02 2025 - 21:04

Fólksflutningar í ljósi sögunnar

Norðurlandaþjóðirnar hafa, eins og ég leiði rök að í nýrri bók á ensku, fundið ákjósanlega leið í sambúð þjóða (þótt áður fyrr hafi þær háð ófá stríð hver við aðra). Ef ein þjóð vill ekki lúta annarri, þá segir hún skilið við hana, eins og Norðmenn gerðu 1905, Finnar 1917 og Íslendingar 1918. Ef þjóðabrot […]

Laugardagur 01.02 2025 - 21:02

Páll Ólafsson orti fræga vísu um Arnljót Ólafsson: Mér er um og ó um Ljót, ég ætla hann vera dreng og þrjót, Í honum er gull og grjót, hann getur unnið mein — og bót. Vísan gæti sem best átt við um Donald Trump, nýkjörinn Bandaríkjaforseta. Hér skal ég nefna nokkur atriði, þar sem hann […]

Laugardagur 25.01 2025 - 21:00

Upphaf Íslendingasagna

Margar skýringar eru til á því að á Íslandi voru á þrettándu öld settar saman sögur sem áttu ekki sinn líka annars staðar. Hér skulu nefndar fjórar. 1) Íslendingar voru fáir og máttu sín ekki mikils. Eina vopn þeirra var orðsins brandur, mælskulistin, til dæmis þegar Haraldur blátönn Danakonungur gerði árið 982 upptækt skip í […]

Laugardagur 18.01 2025 - 20:58

Snorri og Malthus

Áður hef ég vikið að því, að í HeimskringluSnorra Sturlusonar er að finna sömu hugmynd og Adam Smith batt í kerfi, að frjáls viðskipti væru báðum aðilum í hag. Sænskir bændur vildu versla við nágranna sína í Noregi, en eitt sinn gátu þeir það ekki vegna hernaðar. Rögnvaldur jarl Úlfsson taldi „upp hvert vandræði Vestur-Gautum […]

Laugardagur 11.01 2025 - 20:52

Strandveiðar og hvalveiðar

Menn geta eflaust stutt strandveiðar og hafnað hvalveiðum af tilfinningaástæðum, en þeir geta ekki fært nein frambærileg fræðileg rök fyrir því. Kvótakerfið íslenska er hagkvæmasta lausnin, sem enn hefur fundist á „samnýtingarbölinu“ svokallaða (Tragedy of the Commons), en það er, að ótakmarkaður aðgangur að takmarkaðri auðlind leiðir til ofnýtingar hennar. Við kvótakerfið geta handhafar ótímabundinna […]

Laugardagur 04.01 2025 - 20:51

Skúmarnir garga

Í nýútkomnum dagbókum hefur Ólafur Ragnar Grímsson margt eftir mönnum og iðulega í óþökk þeirra. Hann nafngreinir til dæmis lagaprófessor í Háskóla Íslands, sem hafi sagt sér, að Þorvaldur Gylfason, áhugamaður um stjórnarskrárumrót, líktist helst „svindlurunum í ætt föður síns“. Hér er átt við alræmdan svikahrapp, Björn Gíslason, afabróður Þorvaldar, en um hann samdi Ragnheiður […]

Laugardagur 28.12 2024 - 20:50

Hættulegur heimur

Heimurinn hefur aldrei verið betri, en sjaldan hættulegri. Hann er betri vegna stórkostlegra framfara í krafti viðskiptafrelsis og tækniþróunar. Fátækt hefur minnkað, heilsufar batnað, tækifærum fjölgað, umburðarlyndi aukist (á Vesturlöndum). En líkur á þriðju heimsstyrjöldinni hafa sjaldan verið meiri. Öxulveldin, Rússland, Kína, Íran og Norður-Kórea, brýna ekki aðeins vopnin, heldur nota, að vísu með misjöfnum […]

Laugardagur 21.12 2024 - 20:48

Öllu má nafn gefa

Fyrsta stjórnin íslenska, sem gaf sjálfri sér nafn, var „stjórn hinna vinnandi stétta“, sem mynduð var 1934, en þrátt fyrir nafnið hafði hún að baki sér minni hluta kjósenda, 43,6%. Líklega hefði hún frekar átt að heita „stjórn hinna talandi stétta“. Önnur stjórn, sem hlaut sérstakt nafn, var þjóðstjórnin, sem mynduð var 1939. Hún var […]

Laugardagur 14.12 2024 - 06:06

Stjórnarmyndun

Nú vinna leiðtogar þeirra þriggja flokka, sem juku mest fylgi sitt í þingkosningunum 30. nóvember 2024, að stjórnarmyndun, þær Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland. Samsteypustjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins undir forsæti Kristrúnar er vissulega annar af tveimur rökréttum möguleikum eftir kosningarnar. Hinn er samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks undir forsæti Bjarna […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir