Talið er, að um 500 milljónir manna eða þriðjungur jarðarbúa árið 1918 hafi smitast af spánsku veikinni og af þeim hafi um tíu af hundraði látist, um 50 milljónir manna. Ein skýringin á því, hversu skæð veikin varð, var fátæktin á þeim tíma, vannæring, þéttbýli í lökum húsakynnum og skortur á hreinlæti. Við búum sem […]
John Stuart Mill setti fram þá reglu, að ríkið mætti ekki skerða frelsi einstaklinga nema í sjálfsvarnarskyni. Samkvæmt þeirri reglu má ríkið vitanlega reyna að koma í veg fyrir smit, þegar drepsótt geisar, með því til dæmis að skylda Íslendinga til að fara í sóttkví, leiki grunur á því, að þeir beri í sér drepsóttina, […]
Eitt frægasta málverk Rembrandts er Næturverðirnir. Það sýnir nokkra næturverði ganga fylktu liði um hollenska borg. Þetta málverk er táknrænt um eðlilegt hlutverk ríkisins. Það á eins og næturverðir Rembrandts að vernda okkur gegn ofbeldisseggjum, sem læðast að okkur í skjóli myrkurs, hvort sem þeir koma frá öðrum löndum eins og innrásarherir eða úr okkar […]
Því dýpra sem ég sekk mér niður í rit Snorra Sturlusonar, því líklegra virðist mér, að hann hafi samið þrjú höfuðrit sín í sérstökum tilgangi. Eddu samdi hann til að reyna að endurvekja skáldskaparlistina, sem hafði verið útflutningsvara Íslendinga öldum saman. Snorri hefur tekið hana saman, áður en hann fór í fyrri ferð sína til […]
Ég gat ekki stillt mig um að leggja orð í belg á vegg samkennara míns, Ólafs Þ. Harðarsonar, sem greint hafði frá niðurstöðu bandarískra sagnfræðinga um verstu og bestu forsetana (bestur væri Lincoln, en verstur Trump, og hafa þessir vitringar ekki heyrt af því, að dag skal að kveldi lofa, auðvitað átti ekki að taka […]
Ég var í dag, þriðjudaginn 31. mars 2020, í viðtali í Harmageddon um reynslu mína af og skoðanir á veirufaraldrinum. Ég lýsti ferðalagi mínu um auða flugvelli í Rio de Janeiro og Lundúnum og setu í hálftómum flugvélum og sagði nokkur orð um veirufaraldurinn. Mér sýnast íslensk yfirvöld fara skynsamlega að málinu, sem vissulega er […]
Ragnar Önundarson spyr: Hvað segja FB vinir mínir, nýfrjálshyggjumennirnir, um fyrirhugaðar ríkisábyrgðir ? Er eðlilegt að gengið sé í sameiginlegan sjóð landsmanna fyrir einkaframtakið ? Hvað segja t.d. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Arnar Sigurðsson og Skafti Harðarson ? Ég svara: Í fyrsta lagi er ég frjálshyggjumaður og kannast ekki alveg við muninn á frjálshyggju og nýfrjálshyggju, […]
Franski heimspekingurinn Alexis de Tocqueville er einn fremsti frjálshyggjuhugsuður Vesturlanda. Hann reyndi að skýra, hvers vegna bandaríska byltingin 1776 hefði heppnast, en franska byltingin 1789 mistekist. Skýringin var í stystu máli, að Bandaríkjamenn byggju við sérstakar aðstæður, gnótt af ónumdu landi og fjarlægð frá hugsanlegum árásaraðilum, en þeir nytu líka hins breska stjórnfrelsisarfs síns og […]
Einn kunnasti hugsuður frjálshyggjunnar er franski rithöfundurinn og aðalsmaðurinn Alexis de Tocqueville. Spádómsgáfu hans er við brugðið. Tocqueville sat í fulltrúadeild franska þingsins og kvaddi sér hljóðs í janúar 1848. Lýsti hann megnri óánægju almennings: „Ég hygg, að við séum nú í fastasvefni uppi á eldfjalli.“ Fjórum vikum síðar gerði Parísarmúgurinn byltingu. Í seinna bindi […]
Einn skarpskyggnasti stjórnmálarýnandi Vesturlanda var franski aðalsmaðurinn Alexis de Tocqueville. Í frönsku byltingunni hafði langafi hans lent undir fallöxinni og foreldrar hans naumlega sloppið lifandi. Tocqueville taldi, að ekki yrði vikist undan því jafnræði, sem byltingarmennirnir boðuðu, en það yrði að vera jafnræðis frelsis, ekki ánauðar. Þess vegna ferðaðist hann árin 1831–1832 um Bandaríkin til […]
Nýlegar athugasemdir