Kæru vinir,
á morgun göngum við til kosninga. Kosningar eru lýðræðishátíð þar sem við tökum ákvörðun um hvert skuli stefnt næstu fjögur árin og hver verði við stjórn.
Ég gef kost á mér til setu á Alþingi Íslendinga. Ég get lofað því að ég mun leggja mig fram við að vinna fyrir alla íbúa landsins. Ég mun nálgast viðfangsefnin út frá grunngildum Framsóknar um samvinnu, félagshyggju og jöfnuð.
Mínar hugsjónir í stjórnmálum snúa meðal annars að velferðarmálum, menntamálum, umhverfismálum og lýðræðismálum.
Ég legg sérstaka áherslu á uppbyggingu geðheilbrigðiskerfisins, forvarnir, átak gegn ofbeldi, þjóðarátak gegn sjálfsvígum, málefni fatlaðs fólks, öfluga löggæslu, betri stjórnarskrá og ábyrga umgengni um sameiginlegar auðlindir.
Ég bið um stuðning þinn á morgun.
Þitt atkvæði getur einnig verið það atkvæði sem tryggir Lilju Dögg Alfreðsdóttur oddvita Framsóknar í Reykjavík suður inn á þing en við getum öll verið sammála um afburðahæfileika hennar sem íslenskrar stjórnmálakonu og mikilvægi þess að hún nái kjöri.
X-B.
Með hátíðarkveðju,
Kristbjörg Þórisdóttir.