Um helgina komu bæði heilbrigðisráðherra og velferðarráðherra fram í viðtölum á Rúv og virtust steinhissa á þeirri staðreynd, sem Félagsvísindastofnun dró fram í nýrri skýrslu, að stór hluti tekjulágra landsmanna hefði neitað sér um nauðsynlega læknisþjónustu. Eiginlega var ég mest hissa á að þetta væru nýjar fréttir fyrir ráðherra í ríkisstjórninni. Er ég þá ekki […]
Talsmenn LÍÚ hafa gefið þá skýringu á stórfelldum uppsögnum sjómanna á frystitogurum, að þær megi rekja beint til lækkunar á afurðaverði sjófrystra afurða. Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ hefur bent á að gögn Hagstofunnar staðfesti þá fullyrðingu. Sú skýring LÍÚ gengur einfaldlega alls ekki upp, en samkvæmt talnaefni sem sýnir verðvísitölur sjávarafurða, þá kemur skýrt fram […]
Stefna Sjálfstæðisflokksins er á stundum vægast sagt svolítið fyndin eða réttara sagt skrýtin. Það er mjög skrýtið að sá flokkur, sem kennir sig við frjáls viðskipti virðist hata og fyrirlíta allt sem heitir frjáls viðskipti þegar kemur að sjávarútvegi! Alls ekki má heyra á það minnst að fiskverð ráðist á frjálsum uppboðsmarkaði. Ef sömu lögmál væru látin gilda […]
Í merkilegri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir Hrunsins koma ábendingar um hverju þurfi nauðsynlega að breyta í íslensku samfélagi. Ábendingar á borð við að draga þurfi skýrari mörk á milli fjármálalífs og stjórnmála, að leita þurfi leiða til þess að styrkja siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnsiðum. Mér komu framangreindar ábendingar í […]
Nú liggur það fyrir í breytingartillögu við fjárlög næsta árs að ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ætlar að leggja niður Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki og færa starfsemina inn í stofnun á Akureyri. Í breytingartillögunni kemur fram að ekki er ætluð ein króna til reksturs Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og að ný sameinuð stofnun, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, fær lítið brot eða 100 […]
Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks virðast ekki vera í neinu jafnvægi í samskiptum sínum við Evrópusambandið. Í stað þess að reyna afmarka umræðu um einstaka ágreiningsefni við deiluefnið sjálft er ítrekað farin sú leið að grípa til stóryrða og tengja ágreiningsefnin öðrum samskiptum Íslands við Evrópusambandið. Aðferðin er stórfurðuleg í ljósi þess að í þeim málum […]
Afar ólíklegt er að Ríkislögreglustjóra takist að fæla síldina út úr Kolgrafarfirði og í gegnum það nálarauga sem opnast út í Breiðafjörð. Aðgerðin er örvæntingafull og óþörf – miklu nær væri að veiða síldina í firðinum þar sem hún er innikróuð. Ein helsta ástæðan fyrir því að veiða ekki, er sú að þá fer síldin […]
Samtakamáttur og barátta Íslendinga á áttunda áratug síðustu aldar gerði þjóðinni kleift að færa út fiskveiðilögsögu landsins í 200 mílur. Baráttan kostaði langvinnar deilur við þær þjóðir Evrópu sem nytjað höfðu íslensk fiskimið um áratuga skeið. Deilunum fylgdu hótanir um úrsögn úr NATO, ásiglingar breskra herskipa á íslensk varðskip og slit á stjórnmálasambandi við Breta. […]
Munnleg skýrsla forsætisráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem hann flutti á Alþingi í dag um róttækustu skuldaleiðréttingar veraldar, var vægast sagt rýr í roðinu. Þeir sem hlýddu á skýrsluna voru engu nær um áætlanir stjórnarinnar um hvernig efna ætti eitt stærsta kosningaloforð allra tíma. Flestum var hins vegar ljóst það vantaði ákafa í ræðuna – […]
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður, lætur sig margvísleg þjóðþrifamál varða á borð við rusl á víðavangi í Höfuðborginni og stofnaði í þeim tilgangi sérstaka síðu á veraldarvefnum til þess að fá borgarbúa með sér í baráttuna. Það kom mér því nokkuð á óvart að heyra málflutning lögmannsins í morgun í útvarpsþættinum Sprengisandi þar sem að hann […]