Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 08.10 2013 - 14:29

Ofsóttu Gyðingarnir

Talsmenn íslenskra stórútgerðarmanna hafa líkt stöðu sinni í íslensku samfélaginu við ofsótta Gyðinga í Þýskalandi, á þeim dögum sem Hitlers réði ríkinu. Leiðari Morgunblaðsins í dag er í þessum sama anda, þ.e. að stórútgerðin hafi búið við stöðugar ofsóknir allt frá því að  „vinstri stjórnin hrifsaði til sín völdin í ársbyrjun 2009“. Ekki veit ég nákvæmlega hvað […]

Mánudagur 07.10 2013 - 12:26

Að tala upp eða niður

Á Íslandi eru það viðtekin rök  í stjórnmálaumræðu að hægt sé að gera kerfið eða ástand betra eða verra en það er bara með því einu að tala hlutina upp eða niður. Þetta á til dæmis við um gjaldmiðilinn, efnahagsástandið, stöðu fjármálafyrirtækja, lífeyriskerfið, stöðu efnahagsmála og svo mætti lengi telja. Þeir sem benda á augljósa […]

Þriðjudagur 01.10 2013 - 20:06

Að berast á öldufaldi frægðarinnar

Glæný úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sýnir að enginn landshluti hefur farið jafn illa út úr niðurskurði síðustu ríkisstjórnar og Norðurland vestra. Í kjölfar síðustu kosninga er helmingur þingmanna Norðvesturkjördæmisins Framsóknarmenn og sömuleiðis er einn valdamesti ráðherrann Króksari. Því hefði mátt búast við að fjárlagafrumvarpið bæri með sér tíðindi af bættum hag Skagfirðinga eftir mörg mögur […]

Mánudagur 23.09 2013 - 22:54

Skoðanafrelsi á Sauðárkróki

Í pistli á Eyjunni nýlega var gert að því skóna að á Sauðárkróki, mínum heimabæ, ríkti alger skoðanakúgun, sem ætti sér helst hliðstæður í einræðisríkjum. Ekki get ég með nokkru móti fallist á þá skoðun pistlahöfundar. Ég hef mætt á félagsfundi Kaupfélagsins og rætt um þá staðreynd að Kaupfélag Skagfirðinga er stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða […]

Þriðjudagur 17.09 2013 - 00:03

Róttækasta sveitarstjórn veraldar?

Andstæðingar skuldaleiðréttingar heimilanna hafa reynt hvað þeir geta til að rýra trúverðugleika forsætisráðherrans okkar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Undanfarið hefur sjónum verið beint að skófatnaði hans og hann jafnvel sagður virðast vera á “ hálfgerðu trippi“. Á næsta sveitarstjórnarfundi í Skagafirði gef ég Framsóknarmönnum í Skagafirði kost á því að lýsa yfir stuðningi og trausti við róttækustu […]

Miðvikudagur 11.09 2013 - 16:47

Jarðtengdir spámenn

Nokkur styr hefur staðið um það hvort eigi að byggja upp flutningskerfi roforku um landið með jarðstrengjum eða loftlínum. Enn sem komið er er dýrara að leggja jarðstrengi, en á móti kemur að jarðstrengir falla betur að umhverfinu og ættu að vera öruggari kostur. Nýlega kom út skýrsla um þjóðhagslegt gildi uppbyggingar flutningskerfis Landsnets. Þar […]

Mánudagur 09.09 2013 - 23:53

Dauðasveitin breyttist í björgunarsveit

Formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar gaf frá sér óvænta yfirlýsingu í kvöld. Í henni kom fram að vinna hópsins gangi alls ekki út á  að koma fram með beinar niðurskurðartillögur, sem nýst gætu við fjárlagagerðina, heldur miklu frekar út á að auka framleiðni og að gera eina krónu að tveimur. Þorri landsmanna hefur staðið í þeirri trú […]

Sunnudagur 08.09 2013 - 21:53

Sammála Árna Páli

Í morgun fór formaður Samfylkingarinnar mikinn í útvarpsþættinum Sprengisandi í lýsingum á því að ríkisstjórnin hefði nær ekkert gert og það sem þó hefði verið gert, hefði betur verið ógert.  Ég var að mörgu leyti sammála Árna Páli um að gjörðir ríkisstjórnarinnar lofi alls ekki góðu og séu ekki í neinu í samræmi við stóryrt […]

Miðvikudagur 04.09 2013 - 01:49

Urðu gjaldeyrishöftin Thule að falli?

Hún er fyrir ýmsa sakir umhugsunarverð umfjöllun Helga Seljan í Kastljósinu um fjárfestingar fjölmargra lífeyrissjóða á Tortola í gegnum Thule Investments. Þær spurningar sem vakna eru m.a. hvort að launþegar sem hafa verið hingað til skyldugir til að greiða inn í lífeyrissjóðina eigi eftir að fá fleiri  fréttir af fjárfestingarævintýrum með ævisparnaðinn á Tortúla? Sömuleiðis […]

Miðvikudagur 14.08 2013 - 17:10

Skólpið á RÚV

Talsverð umræða hefur verið á RÚV síðustu daga um fráveitumál sveitarfélaga.  Eins og oft vill verða þá hefur umræðan farið út um víðan völl m.a. um reglugerðir sem unnið er með,  skipulag eftirlits og  fjármál sveitarfélaga. Mengun frá venjulegu húsaskólpi má skipta í þrjá þætti: lífræn næringarefni, örverur og svo stærri agnir, einkum pappír og […]

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur