Almenningur hefur fengið að reyna þann sára sannleika að ráðandi öfl hafa tekið afstöðu gegn þjóðarheill. Á það jafnt við um stærstu stjórnmálaflokka landsins, Samtök atvinnulífsins, ASÍ og kjaftaskana í háskólunum, sem birtast jafnan í stóru fjölmiðlunum. Allir þessir aðilar hafa staðið þétt saman gegn hagsmunum almennings í ICESAVEmálinu, gengislánamálinu, kvótakerfinu og hinni séríslensku verðtryggingu. Í […]
Í vikunni sem leið bárust fréttir af svakalegum stjórnarlaunum í hinum fjölmörgu skúffufyrirtækjum sem tengjast rekstri Hörpunnar. Allir voru stjórnarmennirnir í þessum verkum á vegum stjórnenda Reykjavíkur og ríkisstjórnarinnar. Ekker lát virðist vera á ævintýralegu rugli í kringum hið ofurskuldsetta fyrirtæki, Orkuveitu Reykjavíkur! Nú berast fréttir af því að leiðtogar Samfylkingarinnar og BF hafi selt […]
Þorrablót Frjálslynda flokksins verður haldið laugardagskvöldið 26. janúar nk. og daginn eftir eða sunnudaginn 27. janúar verður landsþing Frjálslynda flokksins sett kl. 13 að Brautarholti 4 í Reykjavík. Sérstakur heiðursgestur á blótinu verðu Kjartan Halldórsson, sægreifi en hann mun taka sér tveggja stunda frí frá legu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi til þess að taka þátt í […]
Eftir hrun var loks gengist við því að sjávarútvegurinn væri undirstöðuatvinnugrein landsmanna. Á árunum fyrir hrun reyndu stjórnmálamenn á borð við Steingrím J. Sigfússon að draga úr vægi sjávarútvegarins og eyða þar með umræðu um nauðsynlegar breytingar á stjórn fiskveiða. Eftir hrun syngja afturhaldsöflin í fjórflokknum öll sem ein undir stjórn Ingva Hrafns Jónssonar á […]
Tekist er á um það hver á að greiða fyrir hreinsun á tugum þúsunda tonna af rotnandi síld í einum fallegasta firði landsins. Fjórflokkurinn; Vg, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, virðist hafa þá sameiginlegu stefnu í sjávarútvegsmálum, sem og reyndar í flestum öðrum málum, að líta á fiskistofnana sem séreign sem hægt er að veðsetja og selja. […]
Flestum er ljóst að í kjölfar hrunsins þurfti að herða að í rekstri ríkisins og skoruðust Skagfirðingar ekki undan því að taka á sig auknar byrðar í sama mæli aðrir landsmenn. Reyndar höfðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar, s.s. Guðbjartur Hannesson, gefið út þær yfirlýsingar fyrir síðustu kosningar að þeim landshlutum yrði sérstaklega hlíft við niðurskurði, sem fóru varhluta af þenslunni og „góðærisgleðinni“ […]
í lok síðasta árs bannaði fyrrverandi sjávarútvegsráðherra alla lúðuveiði og leiddi það í reglur að andvirði alls lúðuafla yrði gert upptækt í ríkissjóð! Augljós galli á veiðibanni ráðherra Vg var að megnið af lúðu veiddist sem meðafli og einungis lítið brot af veiðinni var vegna beinna lúðuveiða. Ef mark má taka af uppgefnum aflatölum lúðu […]
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, fékk rassskell í Hæstarétti í dag er hann tapaði máli gegn Frjálslynda flokknum. Aldrei vildu pólitískir forystumenn í borginni, með þá Dag B. og Jón Gnarr í forsvari, ljá máls á viðræðum um sanngjarna lausn málsins, ef frá er talinn fundurinn sem Jón Gnarr boðaði Guðjón Arnar á og Jón Gnarr mætti svo ekki sjálfur á! […]
Á Alþingi er verið að þæfa afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpsins. Í þeirri ósvinnu leggja einstaklingar úr svokölluðu „fræðasamfélagi“ sín lóð á vogarskálarnar til þess að koma í veg fyrir að vilji landsmanna í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. verði virtur. Í allri umræðu framangreindra aðila gegn afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpsins örlar ekki á nokkurri efnislegri gagnrýni. Það sem er dregið fram í umræðuna […]
Ég er nýkominn úr námsferð hóps sveitarstjórnarmanna til Brussel, þar sem Evrópuþingið var sótt heim. Ferðin var vel skipulögð og fengu námsmennirnir að hlýða á fjölda fyrirlestra þar sem skipulag og gangverk sambandsins voru kynnt. Eftir langa fyrirlestratörn á öðrum degi námskeiðsins ákvað ég að skella mér í sundlaug í höfuðborg Evrópu, enda voru erindin […]