Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 26.07 2016 - 20:25

Fengu sínar 5 mínútur á RÚV

Á sinn hefðbundna hátt fjallaði RÚV á 5 mínútum um eyðileggingu enn einnar sjávarbyggðarinnar af völdum kvótakerfisins.  Í dag var það Þorlákshöfn sem fékk sínar 5 mínútur. Á skjánum birtist sveitarstjórinn sem sagði söluna á atvinnuréttinum úr byggðinni vera reiðarslag sem verulega kæmi á óvart. Eflaust eiga fleiri eftir að kyrja þennan sorgaróð; á borð við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og þingmenn […]

Þriðjudagur 19.07 2016 - 17:28

Fjármálráðherra segir öruggt að þjóðin sigli inn í fjármálakreppu!

Í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun var langt viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.  Viðtalið vakti athygli mína einkum fyrir tvennt; Í fyrsta lagi þá vill Bjarni Benediktsson halda áfram að gramsa í eigum almennings, í gegnum nýstofnað einkahlutfélag í eigu ríkisins! Það verða þá trúnaðarmenn hans sem munu úthluta eignum ríkisins.  Þjóðin má því eiga von […]

Miðvikudagur 08.06 2016 - 22:47

Brynjar – verndari minnihlutahóps

Í nýlegum upplýsandi pistli Brynjars Níelssonar á Facebook er greinilegt að hann ver hlut lítils minnihlutahóps  á kostnað hins venjulega Íslendings.  Hann virtist sjá rautt þegar hann heyrði því hreyft að  rétt væri að færa skattbyrðina af venjulegu launafólki og yfir á stóriðjuna og kvótaþega.  Engu skipti þó svo skattbyrðin sé gríðarlega þungbær á venjulegu […]

Miðvikudagur 25.05 2016 - 22:26

Kjósendum Davíðs finnst betra að gefa en þiggja

Davíð Oddsson hefur þann eiginleika að geta túlkað hvaða atburð sem er sér í vil.  Hann varpar jafnframt af sér allri ábyrgð á atburðrás sem hann var aðalleikari í, þ.e. hruninu.  Gamli forsætisráðherrann gerir gott betur og lætur í veðri vaka að hann hafi verið hrópandinn í eyðimörkinni, sem varaði við og ekki var hlustað á! […]

Miðvikudagur 27.04 2016 - 00:18

Víglundarfarsinn

Þingmenn Framsóknarflokksins fóru mikinn í umræðu um leyndarskjöl í tengslum við endurreisn bankanna með sérstakri áherslu á mál Víglundar Þorsteinssonar.  Kröfðust þeir þess hástöfum að látið yrði af allri leynd í þöggun á tengslum við Víglundarmálið.  Erfitt var að sjá að hverjum krafan átti að beinast nema þá fyrst og fremst þingmönnum Framsóknarflokksins sjálfum, sem höfðu drjúgan […]

Fimmtudagur 07.04 2016 - 02:00

Riddaralegt göfuglyndi

Í kvöld birtist nýja ríkisstjórn Sigurðar Inga varaformanns og var boðskapur foystumanna hennar einfaldur; þ.e. að ætla að gera nákvæmlega það sama og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs formanns gerði.  Líklega eiga ýmsir eftir að klóra sér í hausnum yfir skipan stjórnarinnar. Ekki yfir að nýtt andlit skuli birtast í starfskynningu í einhverju ráðuneytinu í stuttan tíma, […]

Miðvikudagur 06.04 2016 - 09:09

Þeir eru komnir á stóra sviðið

Ísland er í miðdepli umræðu um skattaskjól og í heimspressunni hefur útbreidd spillingin vakið eðlilega athygli.  Ef litið er til baka, þá er ljóst að það voru margir álitsgjafar stóru fjölmiðlanna sem vörðu formann Framsóknarflokksins eða kóuðu með með honum, þegar málið kom upp. Stærstu dagblöðin, háskólamenn, fyrrum hæstaréttadómari og þingmenn stjórnarliðsins lögðust í harða […]

Fimmtudagur 31.03 2016 - 18:04

Til þess var leikurinn gerður

Það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við að æðstu ráðamenn þjóðarinnar séu með félög í skattaskjólum. Rétt er að velta fyrir sér hvaða hvatar liggja að baki þess að Íslendingar skrái félög í Tortóla eða Seychelles-Eyjum.  Helsti hvatinn sem liggur að baki er að fela slóð peninga og komast hjá upplýsingaskyldu skattyfirvalda.   Það eru einkum 3 […]

Þriðjudagur 29.03 2016 - 22:29

Tortólastjórnin

Nú hafa æðstu ráðamenn þjóðarinnar játað að hafa falið fé í skattaskjólum og verið meðal stórra kröfuhafa í föllnu bankana. Þeir eru einnig orðnir berir að ósannsögli og vanhæfi. Ástæðan fyrir því að peningar eru geymdir í skattaskjólum er ekki flókin. Hún snýst ekki um; gleymsku, að vera búsettur í útlöndum, fá arf eða kaupa […]

Fimmtudagur 24.03 2016 - 13:16

22. sálmur

Forsætisráðherra þjóðarinnar hefur farið með veggjum frá því að upp komst, að réttmætt væri að draga í efa óhlutdrægni hans í samningaviðræðum við kröfuhafa. Á síðustu dögum hefur þó frést af því að forsætisráðherra hafi lesið upp Passíusálm í Grafarvogskirkju og síðan birtist viðtal við hann í Fréttablaðinu.  Í viðtalinu örlar ekki á mikill eftirsjá […]

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur