Það var gott hjá Sigríði Ingibjörgu að bjóða sig fram gegn Árna Páli í formannskjöri Samfylkingarinnar. Hún greindi hreinskilnislega frá stöðu flokksins og þeirri áru sem umlykur ímynd Samfylkingarinnar. Að mínu viti er ekki persónan Árni Páll Árnason mein flokksins, en hann er sætur og yfirleitt prúður. Vandinn er sú ábyrgðalausa stefna sem flokkurinn lét […]
Í síðdegisþætti Útvarps Sögu var Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fenginn af Pétri Gunnlaugssyni til að ræða um sjávarútvegsmál. Málflutningur þingmanns Sjálfstæðisflokksins einkenndist af beinum rangfærslum, s.s. að aldrei væri landað meiri afla en nú í Sandgerði og á norðanverðum Vestfjörðum og tiltók hann þá sérstaklega Bolungarvík í því sambandi. Sömuleiðis hélt hann því fram að 95% […]
Ég gat ekki annað en varist brosi þegar ég renndi yfir glænýtt uppkast fjármálaráðherra að frumvarpi að lögum um breytingu á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt. Tillaga fjármálaráðherra gefur lögbrjótum umþóttunarfrest til 30. júní 2016 til þess að gera það upp við sig hvort að þeir kæri sig um að fara skattalögum, án þess að […]
Í fréttum RÚV var greint frá því að Björgólfur Thor hefði náð þeim mikilvæga áfanga að komast á ný á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Ekki gat fréttamaður RÚV leynt aðdáun sinni á einstöku afreki Björgólfs. Í fréttinni var hins vegar ekki getið um fyrri afrek kappans sem voru þau að skuldsetja helstu fyrirtæki og fjármálastofnanir […]
Eitt af hlutverkum RÚV er að gæta óhlutdrægni í frásögn og túlkun og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem varða almenning. Ríkisstjórnin hafði áform um að leggja fram nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða sem fól að sögn kunnugra minnst um hvernig stjórna ætti veiðum úr villtum dýrastofnum. Frumvarpið fjallaði nefnilega að nær öllu […]
Það var einkennilegt að hlusta á viðbrögð stjórnarandstöðunnar við þeim fréttum að ríkisstjórnin væri hætt við að leggja fram umdeilt frumvarp um stjórn fiskveiða. Rætt var við leiðtoga Samfylkingar, BF og síðan Steingrím J. sem enn virðist ráða því sem hann ráða vill í Vg. RÚV sleppti því algerlega að taka púlsinn á Pírötum við vinnslu frétttarinnar. Ég saknaði […]
Í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun, fékk forsætisráðherrann okkar langt viðhafnarviðtal, þar sem að hann fór yfir sýn sína á stjórn landsins. Sigurjón M. Egilsson stjórnandi þáttarins fer ekki þá leið að vera mjög gagnrýnin á svör viðmælandans líkt og Helgi Seljan er þekktur fyrir. Nei, það er frekar að Sigurjón M. Egilsson veiti viðmælandanum stuðning […]
Fyrir einu og hálfu ári síðan, var mikil umræða í fjölmiðlum um vistun sakhæfra barna í almennum fangelsum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði af því tilefni, að koma yrði upp úrræði sem fyrst til að uppfylla þær kröfur sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gerði þ.e. að börn sem dæmd séu í fangelsi afpláni ekki með fullorðnum. Nú þegar […]
Hvernig má það vera að land sem hefur hærri þjóðartekjur á mann en Þýskaland geti ekki rekið sómasamlega heilbrigðisþjónustu. Hvernig má það vera að land þar sem þjóðartekjur á mann eru svipaður og í Svíþjóð að þá sé almenningur skuldsettur og á lélegum launum. Staðan er furðulegri í ljósi þess að Ísland rekur ekki útgjaldafrekan […]
Bæjarstjórinn í Eyjum tekst reglulega á loft í fjölmiðlum og tjáir sig þá gjarnan um sjávarútvegsmál. Elliði var um árabil einn harðasti talsmaður algerlega frjáls framsals á veiðiheimildum sem rústað hefur búsetu í heilu landshlutunum. Hann sneri síðan við blaðinu þegar hann heimtaði að stjórnvöld tryggðu sérstaklega öryggi og rétt sjávarbyggða þegar hin meintu hagræðingarspjót frjálsrar sölu veiðiheimilda stóðu á Vestmannaeyjum. Nú […]