Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Mánudagur 03.09 2018 - 11:30

Ólögmæt gjaldtaka í Hvalfirði

Innheimta Spalar ehf. á veggjöldum nú í Hvalfirði er vægst sagt vafasöm. Í fyrsta lagi þá hafa veggjöld þegar greitt vel ríflega upp stofnkostnað við gerð ganganna og því hefði samkvæmt upphaflegum áætlunum, átt að vera hætt gjaldtöku fyrir löngu í Hvalfjarðargöngum. Í öðru lagi þá virðist vera eitthvert ólag á bókhaldi Spalar ehf., en […]

Sunnudagur 20.09 2015 - 19:14

Gunnar Bragi ætti að læra af Degi

Margir helstu stjórnmálaskörungar Reykjavíkurborgar og í landsstjórninni eru mjög uppteknir við að taka þátt í að útkljá helstu og flóknustu deilur alþjóðastjórnmálanna, á sama tíma og þeir láta hjá líða að greiða úr minni málum heimahaganna. Ekki bólar á því að almenningur sjái fyrir endann á vaxtaokri, verðtryggingu eða raunverulegum úrbótum í húsnæðismálum. Lítill áhugi […]

Mánudagur 02.03 2015 - 21:29

Hetja RÚV er Björgólfur Thor!

Í fréttum RÚV var greint frá því að Björgólfur Thor hefði náð þeim mikilvæga áfanga að komast á ný á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Ekki gat fréttamaður RÚV leynt aðdáun sinni á einstöku afreki Björgólfs. Í fréttinni var hins vegar ekki getið um fyrri afrek kappans sem voru þau að skuldsetja helstu fyrirtæki og fjármálastofnanir […]

Miðvikudagur 10.09 2014 - 17:21

Er þjóðin of feit?

Ómögulegt er að skýra út viðsnúning forsætisráðherra sem núna vill hækka matarskattinn en barðist harkalega gegn öllum slíkum hugmyndum fyrir örfáum árum þegar hann var í stjórnarandstöðu. Þetta lítur skelfilega pínlega út fyrir blessaðan manninn. Ég heyrði í trúum og tryggum framsóknarmanni sem bar í bætifláka fyrir sinn mann og vildi meina að hækkunin væri […]

Sunnudagur 10.08 2014 - 14:21

Stóri lekinn og fjölmiðlar

Staða Hönnu Birnu í stóli dómsmálaráðherra er ótrygg vegna leka á upplýsingum um persónu hælisleitanda. Nær útilokað er að ætla annað en að málið upplýsist og hið sanna komi í ljós enda eru embættisfærslur ráðherra undir smásjá umboðsmanns Alþingis, lögreglunnar og ríkissaksóknara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlýtur að hafa sett málið í forgang sem æðsti yfirmaður stjórnsýslunnar enda óþolandi að […]

Þriðjudagur 15.07 2014 - 00:01

Bara ef það hentar Elliða

Bæjarstjórinn í Eyjum tekst reglulega á loft í fjölmiðlum og tjáir sig þá gjarnan um sjávarútvegsmál. Elliði var um árabil einn harðasti talsmaður algerlega frjáls framsals á veiðiheimildum sem rústað hefur búsetu í heilu landshlutunum. Hann sneri síðan við blaðinu þegar hann heimtaði að stjórnvöld tryggðu sérstaklega  öryggi og rétt sjávarbyggða þegar hin meintu hagræðingarspjót frjálsrar sölu veiðiheimilda stóðu á Vestmannaeyjum. Nú […]

Miðvikudagur 18.06 2014 - 22:58

Vill launþegahreyfingin lög á verkföll?

Meirihluti hlutafjár Icelandair er með einum eða öðrum hætti í eigu lífeyrissjóða landsmanna. Fyrirtækið var endurreist af lífeyrissjóðunum eftir að hafa verið tæmt í aðdraganda hrunsins. Nokkrir frægir „viðskiptajöfrar“ komu að rekstrinum í þá daga. Ýmsar fléttur voru hnýttar til þess að draga fé út úr félaginu sem enn er verið að greiða úr. Forstjóri Icelandair sem áður var […]

Þriðjudagur 20.05 2014 - 23:36

Ásóknin í náttúruauðlindir þjóðarinnar

Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur fóru í stórfelldan einkavæðingarleiðangur í aðdraganda hrunsins. Almenningur sýpur enn seyðið af einkavæðingunni sem einkenndist af subbuskap og olli almenningi stórtjóni. Má nefna mörg dæmi þar að lútandi, einkavæðingu bankanna, Símans, Sementsverksmiðjunnar, Kögunar og Íslenskra aðalverktaka. Ef einhver lesandi man eftir einhverri vel heppnaðri einkavæðingu meðal framangreindra flokka mætti hann gjarnan leiðrétta mig þegar ég […]

Miðvikudagur 09.04 2014 - 21:41

Grátlegt brjálæði!

Enn á ný berast staðfestar fréttir af því að veiðistjórn Hafró gangi ekki upp. Þorskstofninn er á niðurleið og sú stefna að veiða minna til að geta veitt meira seinna hefur ekki skilað  neinu nú frekar en áður. Þetta er ekkert nýtt heldur hefur stofninn sveiflast niður á við margoft þó að farið hafi verið […]

Mánudagur 31.03 2014 - 20:02

Brottfallið

Nú hefur verkfall framhaldsskólakennara staðið í á þriðju viku en umræðan um áhrif þess liggur frekar lágt. Það snertir samt þjóðlífið á marga vegu og sjálfan mig beint þar sem ég á tvo krakka í framhaldsskóla. Ég sé að óvissan um hvernig, hvenær og hvort verkfallið leysist hefur mikil áhrif. Ég get tekið undir það […]

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur