Sunnudagur 24.12.2023 - 09:24 - Rita ummæli

Jólasveinarnir

Hvers vegna eru íslensku jólasveinarnir þrettán svo gerólíkir jólasveininum alþjóðlega, góðlega, rauðklædda og hvítskeggjaða, sem fer með himinskautum og gefur þægum börnum gjafir? Íslensku jólasveinarnir eru hrekkjóttir og þjófóttir og koma ofan úr fjöllum, einn af öðrum, og móðir þeirra, Grýla, á það til að éta óþæg börn. Alþjóðlegi jólasveinninn er hins vegar ættaður frá heilögum Nikulási, sem var biskup í borginni Myra í Rómarríki, nú Demre í Tyrklandi. Hann var uppi á fjórðu öld eftir Krist og kunnur að gjafmildi og örlæti. Nafn hans afbakaðist í Sinterklaas í hollensku og Santa Claus á ensku (Papa Noel á portúgölsku).

Ég leyfi mér að setja fram þá tilgátu, sem getur ekki verið frumleg, að munurinn stafi af gerð og björgum þjóðskipulagsins. Allir þeir, sem gætt hafa ungra barna, vita, hversu erfitt er að fá þau til að hlýða boðum og bönnum, svo að þau hlaupi ekki þangað, sem hættur leynast. Þá þarf ýmist að veifa framan í þau vendinum eða gulrótinni, óttanum eða voninni. Ísland er land djúpra dala, hárra fjalla, margra mánaða myrkurs og hættulegra lækja, fljóta og vatna. Allt var opið, engar girðingar sem heitið gæti. Hætt var við, að börn færu sér að voða nálægt sveitabæjum í skammdeginu. Þess vegna voru þeim sagðar sögur til að hræða þau til gætni, og þær voru af Grýlu og jólasveinunum, sem gæti hrifsað burt allt góðgætið til jólanna, hámað í sig skyr, krækt sér í bjúgu og hangikjötslæri. Þau yrðu að haga sér vel, fara ekki út fyrir túnfótinn, hlýða, svo að þau færu ekki í jólaköttinn.

Úti í Norðurálfunni mátti hins vegar beita voninni sem stýritæki í stað óttans. Þegar börnin höguðu sér vel, þá gátu þau treyst því, að jólasveinninn kæmi með gjafir handa þeim. Flest lönd Norðurálfunnar voru miklu ríkari en Ísland, þar var bjartara í jólamánuðinum og auðveldara fyrir foreldra að fylgjast með börnum sínum. En hér á Íslandi útrýmdi rafmagnið myrkrinu og flest börn komast ekki út fyrir girðingar. Þess vegna á alþjóðlegi jólasveinninn miklu betur við nú. Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir þrettán eru fyrirbæri liðinnar tíðar. Vonin um gjafir fyrir hlýðni er áhrifameiri en óttinn við Grýlu og jólasveinina þrettán.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 23. desember 2023.)

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 24.12.2023 - 09:24 - Rita ummæli

Gyðingahatur

Einfaldasta skilgreiningin á Gyðingahatri er, þegar lagður er allt annar mælikvarði á Gyðinga en aðra jarðarbúa, svo að þeim leyfist ekki að verja sig af sömu hörku og öðrum. Dæmigerð eru ofsafengin viðbrögð við því, þegar Ísraelar svöruðu villimannslegri árás hryðjuverkasamtakanna Hamas á þá frá Gaza 7. október 2023 með gagnárás í því skyni að stöðva hryðjuverk Hamas. Hvað áttu Ísraelar að gera? „Ef Arabar leggja niður vopn, þá verður friður. Ef Ísraelar leggja niður vopn, þá verður Ísrael útrýmt,“ sagði Golda Meir. Tvær milljónir Araba eru ríkisborgarar í Ísrael og njóta þar fullra réttinda.

Íslensk tónskáld vilja, að Ísraelar sæti sömu meðferð og Rússar í alþjóðlegri söngvakeppni. En munurinn er sá, að Rússar réðust á Úkraínu, en Hamas á Ísrael. Hér er lagður allt annar mælikvarði á Ísraela en Rússa. Hvers vegna? Vegna þess að þeir eru Gyðingar. Horft er síðan fram hjá því, að erfitt er að gera greinarmun á Palestínumönnum á Gaza og Hamas. Þeir kusu yfir sig Hamas og virðast flestir styðja þessi viðbjóðslegu hryðjuverkasamtök, sem hafa það yfirlýsta markmið að útrýma Ísrael. Ekkert tillit er heldur tekið til þess, að Hamas skýtur sífellt eldflaugum á óbreytta borgara í Ísrael, tók gísla í árásinni 7. október og notar eigin konur og börn sem lifandi skildi. Hamas ber ábyrgð á því, þegar konur og börn falla í Gaza. Hvers vegna beinist reiðin ekki að þeim? Vegna þess að þeir eru ekki Gyðingar.

Gyðingar hafa alltaf skorið sig úr. Í Rómarveldi voru þeir ofsóttir, af því að þeir trúðu á einn Guð og þvertóku fyrir að dýrka keisarana. Á miðöldum kenndu sumir kristnir menn Gyðingum um krossfestingu Krists, og skyldu syndir feðranna koma niður á börnunum. Nú á dögum virðist helsta skýringin á Gyðingahatri vera, að þeir skara fram úr. 214 Gyðingar hafa hlotið Nóbelsverðlaun í vísindum, þrír Arabar.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 16. desember 2023.)

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 24.12.2023 - 09:23 - Rita ummæli

Nýja Jórvík, nóvember 2023

Fyrst kynntist ég Antony Fisher, sem síðar varð Sir Antony, haustið 1980, þegar hann bauð mér og fleiri gestum á ráðstefnu Mont Pelerin-samtakanna í Stanford í Kaliforníu heim til sín í San Francisco. Hann og kona hans Dorian áttu glæsilega íbúð á 11. hæð að 1750 Taylor Street. Fisher var í breska flughernum í seinni heimsstyrjöld og sá þar bróður sinn farast. Hann strengdi þess þá heit að berjast fyrir betri heimi. Í stríðslok las hann Leiðina til ánauðar eftir Friedrich A. von Hayek í útdrætti, sem birtist í Reader’s Digest, en þar hélt Hayek því fram, að þjóðernisjafnaðarstefna Hitlers og sameignarstefna Stalíns væru sömu ættar, og varaði jafnframt við tilraunum til að taka upp miðstýrðan áætlunarbúskap, sem væri vart framkvæmanlegur nema í lögregluríki.

Fisher gekk á fund Hayeks til að leita ráða. Var hann að hugsa um að kasta sér út í stjórnmálabaráttu. Hayek sagði honum, að þeir menn hefðu mest áhrif, sem veldu dagskrána í stjórnmálum, réðu því, um hvað væri rætt og á hvaða forsendum, væru smiðir og hliðverðir hugmynda. Þess vegna skyldi hann stofna hugveitu. Fisher fór að ráðum Hayeks, og árið 1955 stofnaði hann Institute of Economic Affairs í Lundúnum, sem rannsakar, hvenær beita má verðlagningu í stað skattlagningar, leysa mál með frjálsum samtökum fólks frekar en valdboði að ofan. Hafði hún mikil áhrif á stefnu Thatchers og eftirmanna hennar.

Seinna átti Fisher eftir að endurtaka leikinn í öðrum löndum, og 1981 stofnaði hann Atlas Network, sem er alþjóðlegt net hugveitna. Nú eiga um 500 stofnanir í um 100 löndum aðild að netinu, og árlega heldur það uppskeruhátíð, Freedom Dinner. Árið 2023 var frelsiskvöldverðurinn í Nýju Jórvík 16. nóvember, og sótti ég hann. Foundation for Economic Freedom á Filipseyjum hlaut Templeton-verðlaunin fyrir markvissa starfsemi og Temba Nolutshungu frá Suður-Afríku Sir Antony Fisher-verðlaunin fyrir frumkvæði sitt og forystuhlutverk.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 9. nóvember 2023.)

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 5.12.2023 - 14:44 - Rita ummæli

Adam Smith enn í fullu fjöri!

Adam-Smith-s-monumentÞótt á þessu ári séu liðin rétt þrjú hundruð ár frá því, að Adam Smith, faðir hagfræðinnar, fæddist, eru hugmyndir hans enn sprelllifandi. Það er þess vegna fagnaðarefni, að hagfræðideild Háskóla Íslands og RSE, Rannsóknarmiðstöð í samfélags- og efnahagsmálum, skuli hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kenningum Smiths, Prófessor Craig Smith, til að halda fyrirlestur í hátíðarsal Háskólans miðvikudaginn 6. desember kl. 16.20. Hér ætla ég af því tilefni að segja örfá orð um tvær öflugustu hugmyndir Smiths, að eins gróði þurfi ekki að vera annars tap og að skipulag krefjist ekki alltaf skipuleggjanda.

Gróði án taps

Í Auðlegð þjóðanna, sem kom út árið 1776, varpaði Smith fram skýringu á því, hvernig einstaklingar og þjóðir gætu brotist úr fátækt í bjargálnir. Hún var fólgin í verkaskiptingunni. Í frjálsum viðskiptum fá menn það frá öðrum, sem þá vantar og aðrir hafa, og láta aðra fá það, sem aðra vantar og þeir hafa. Báðir græða, hvorugur tapar. Jón á Bægisá þýddi kvæði um þessa hugmynd eftir þýska skáldið Gellert:

Gáfur eigi þú hefir hinna,
hinum er varnað gáfna þinna,
og af þörfnunar þessum hag
er þjóða sprottið samfélag.

Einfaldasta dæmið er af Róbinson Krúsó og Föstudegi í skáldsögunni frægu. Setjum svo, að Róbinson kunni betur til fiskveiða en Föstudagur, en Föstudagur sé hins vegar lagnari í að tína kókoshnetur. Þá græða báðir á því, að Róbinson haldi sig að veiðum og Föstudagur að hnetutínslu, en þeir skiptist síðan á þessum verðmætum. Hið sama er að segja um þjóðir. Pólland hentar til kornyrkju, en Portúgal til vínræktar. Pólverjar og Portúgalir einbeita sér að því, sem þeir geta gert betur en aðrir, og skiptast síðan á korni og víni báðum í hag.

Náttúran hefur dreift mannlegum hæfileikum og landgæðum ójafnt, en frjáls viðskipti jafna metin, gera mönnum kleift að nýta hæfileika annarra og ólík gæði landa. Saga síðustu tvö hundruð ára hefur staðfest kenningu Smiths, svo að um munar. Þær þjóðir, sem auðvelda frjálsa samkeppni og stunda frjáls viðskipti, hafa stikað á sjömílnaskóm inn í ótrúlega velsæld samanborið við fyrri tíma. Hinar sitja fastar í fátækt. Árlega er reiknuð út vísitala atvinnufrelsis fyrir langflest lönd heims á vegum Fraser stofnunarinnar í Kanada. Ef löndunum er skipt í fernt eftir atvinnufrelsi, þá eru meðaltekjur 10% tekjulægsta hópsins í frjálsasta fjórðungnum hærri en meðaltekjur allra í ófrjálsasta fjórðungnum. Með öðrum orðum eru lífskjör fátækasta fólksins í frjálsustu löndunum betri en almenn lífskjör í ófrjálsustu löndunum.

Skipulag án skipuleggjanda

Í verkum sínum kom Adam Smith einnig orðum að þeirri merkilegu hugmynd, að skipulag krefjist ekki alltaf skipuleggjanda. Það geti sprottið upp úr frjálsum samskiptum, gagnkvæmri aðlögun einstaklinga. Markaðurinn er sá vettvangur, sem menn hafa til að skiptast á vöru og þjónustu. Þar hækka menn eða lækka verð á vöru sinni og þjónustu, uns jafnvægi hefur náðst, milli framboðs og eftirspurnar, innflutnings og útflutnings, sparnaðar og fjárfestingar. Þetta jafnvægi er sjálfsprottið, ekki valdboðið. Það fæst með verðlagningu, ekki skipulagningu. Atvinnulífið getur verið skipulegt án þess að vera skipulagt. Auðvitað er það jafnvægi, sem þar getur náðst, ekki fullkomið, en það er þó sífellt að leiðrétta sig sjálft eftir þeim upplýsingum, sem berast með gróða eða tapi. Menn græða, ef þeim tekst að fullnægja þörfum viðskiptavinanna betur en keppinautarnir. Þeir tapa, ef þeir gera þrálát mistök og skeyta ekki um breytilegan smekk og áhugamál viðskiptavinanna.

Fræg er sú hugmynd Smiths, að við væntum ekki málsverðar okkar vegna góðvildar slátrarans, bruggarans eða bakarans, heldur vegna umhyggju þeirra um eigin hag. Örn Arnarson orti í sama anda:

Vinsemd brást og bróðurást,
breyttist ást hjá konum.
Matarást var skömminni skást,
skjaldan brást hún vonum.

Matarástin tengir menn, sem þekkjast ekki, betur saman en náungakærleikurinn, sem nær eðli málsins samkvæmt aðeins til næstu náunga, vandamanna, nágranna, hugsanlega samlanda. Í frjálsri samkeppni leiðir _ósýnileg hönd“ þá, sem vilja græða, að því að þjóna þörfum viðskiptavina sinna. Það er hins vegar misskilningur, að Smith hafi verið stuðningsmaður lágríkisins (minimum state). Hann taldi ríkið gegna þremur mikilvægum hlutverkum, að tryggja landvarnir, halda uppi lögum og reglu og sjá um, að nóg yrði framleitt af svokölluðum samgæðum (public goods). Meðal annars hafði hann áhyggjur af því, að verkaskiptingin gæti þrengt óhóflega sjónarhorn einstaklinganna og þess vegna þyrfti ríkið að víkka það út með öflugri alþýðumenntun.

Hagmenni og hagvöxtur

Um Adam Smith á það við, að þeir hafa mest um hann að segja, sem minnst hafa lesið eftir hann. Því er til dæmis haldið fram, að hann hafi talið manninn vera hagmenni, homo economicus, sem hugsi aðeins um eigin hag. (Um þetta hefur Sigfús Bjartmars sett saman smellna ljóðabók!) Því fer fjarri. Hagmennið er greiningartæki, ekki lýsing á manneðlinu. Þetta greiningartæki gerir okkur kleift að spá fyrir um niðurstöður, ef og þegar menn keppa að eigin hag, eins og flestir gera í viðskiptum við ókunnuga. Konur láta til dæmis oftast stjórnast af móðurást í samskiptum við börn sín, fórna miklu. En þegar þær fara út á markaðinn, reyna þær að kaupa sem besta vöru við sem lægstu verði, fórna engu. Þar stjórnast þær eins og flestir aðrir af matarástinni. Og þótt menn velji sér eflaust oftast ævistarf eftir áhugamálum og hæfileikum, ekki tekjumöguleikum einum saman, er óhætt að spá því, ef tekjur af einhverju starfi snarminnka, að færri muni þá leggja það fyrir sig, en ef þær aukast, að fleiri muni þá sækjast eftir því. Og öll skáldin, sem hæðast að hagfræðingum fyrir að vita allt um verð, en ekkert um verðmæti, munu jafnan taka lægra farmiðaverð fram yfir hærra, þegar þau fljúga í upplestrarferðir.

Því er líka haldið fram, að hugmyndin um hagvöxt standist ekki, þegar til langs tíma sé litið. Kapítalisminn, hugarfóstur Adams Smiths, sé ekki sjálfbær. Nú var Smith sjálfur enginn sérstakur stuðningsmaður kapítalista. Hann studdi frjálsa samkeppni, af því að hún er neytendum í hag, og hann taldi með sterkum rökum verkaskiptinguna greiðfærustu leiðina til almennrar hagsældar. En í raun og veru er hagvöxtur sjaldnast fólginn í að framleiða meira, heldur miklu frekar í að framleiða minna, minnka fyrirhöfnina, finna ódýrari leiðir að gefnu marki, spara sér tíma og orku. Auk þess er hagvöxturinn afkastamesti sáttasemjarinn. Í stað þess að auka eigin hlut með því að hrifsa frá öðrum geta menn reynt að auka hann með því að nýta betur það, sem þeir hafa, og bæta það síðan, hlúa að því, svo að það vaxi og dafni í höndum þeirra. Og þegar að er gáð, eru mengun og rányrkja vegna þess, að enginn á og gætir auðlinda. Umhverfisvernd krefst umhverfisverndara, einkaeignarréttar eða einkaafnotaréttar á auðlindum.

Áhrif Smiths á Íslandi

Ekki verður skilið við Adam Smith án þess að minnast þess, að líklega hafði hann einhver heillavænlegustu óbein áhrif á Íslandssöguna allra erlendra manna. Í maí 1762 höfðu þrír Norðmenn í löngu ferðalagi um Evrópu heimsótt Smith í Glasgow, en hann var þá þegar orðinn kunnur og virtur heimspekingur, ekki síst vegna bókarinnar Kenningar um siðferðiskenndirnar, sem kom út árið 1759. Þeir voru Andreas Holt og bræðurnir Peter og Carsten Anker. Þeir urðu góðir vinir Smiths og hittu hann aftur í Toulouse í Frakklandi í mars 1764. Þegar þeir sneru heim, tóku þeir við háum embættum í dansk-norska ríkinu. Holt var til dæmis formaður landsnefndarinnar fyrri 1770–1772, sem lagði á ráðin um umbætur á Íslandi. Þessir vinir Smiths höfðu forgöngu um það, að Auðlegð þjóðanna var þýdd á dönsku, og kom hún út árin 1779–1780. Í bréfi til Holts í október 1780 þakkaði Smith honum fyrir skemmtilegan ferðapistil um Ísland og lýsti yfir ánægju sinni með, að bókin skyldi komin út. Carsten Anker og þýðandi bókarinnar, Frands Dræbye, störfuðu báðir í danska Rentukammerinu og höfðu áreiðanlega sitt að segja um það, að einokunarverslunin var afnumin árið 1787, en hún hafði verið einhver helsti dragbíturinn á vöxt og viðgang íslensks atvinnulífs. Yfirmaður Rentukammersins á þeirri tíð, Ernst Schimmelmann, var líka snortinn af frelsisrökum Smiths. Líklega eiga fáar þjóðir eins mikið undir frjálsum alþjóðaviðskiptum og við Íslendingar. Það er því full ástæða til að leggja við hlustir í hátíðarsal Háskólans kl. 16.40 miðvikudaginn 6. desember.

(Grein í Morgunblaðinu 5. desember 2023.)

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 5.12.2023 - 14:36 - Rita ummæli

Snorri Sturluson as a Conservative Liberal

European Diary: Reykjavik, December 2021Reykjavik.GerdEichmann

The name of Iceland’s capital Reykjavik is in English ‘Smoke Bay’. The place received the name in 874 from the first settler in Iceland, Ingolf Arnarson from the west of Norway, after he arrived at a bay in the southwest of Iceland and saw steam columns rise from hot springs there. He decided to establish a farm on the spot. For the next nine centuries, Reykjavik was just one of the around five thousand farms scattered on Iceland’s coastline, until a village began slowly to form there in late eighteenth century. Iceland had been an independent Commonwealth from 930 to 1262 after which she became a tributary of the Norwegian king. In 1380, the Norwegian crown was inherited by the king of Denmark, and after that Iceland was ruled from the Danish capital, Copenhagen. Almost all officials in Iceland were however Icelandic and in the nineteenth century they settled mostly in Reykjavik. Moreover, when the Danish king in 1843 restored the Icelandic parliament it was convened in Reykjavik and not at its old site in the Icelandic countryside. Thus, when the Danes granted Iceland home rule in 1904, Reykjavik was already the unofficial capital of Iceland, then still a Danish dependency. In 1918, however, Iceland became a sovereign country in a personal union with the Danish king, with Reykjavik as her capital, which the city remained when a republic was proclaimed in 1944.

A Clean, Green, and Safe City

Reykjavik is the world’s northernmost capital of a sovereign country, and it is the westernmost sizeable European city, a true European outpost. Today, it is one of the cleanest, greenest, and safest cities on earth: after all, Iceland has the lowest poverty rate of all countries, the greatest income equality, and one of the lowest crime rates. One reason the city is so clean is that it need not burn any fossil fuels to heat its houses. Instead, since the 1930s and 1940s hot water from nearby thermal springs have been used for that purpose, passing into a vast network of pipes and on to simple radiators in each building. The pioneer in this ingenious use of Iceland’s vast thermal resources was civil engineer and entrepreneur Jon Thorlaksson, who was Prime Minister for a while and later Mayor of Reykjavik. He was the founder and first leader of Iceland’s conservative-liberal Independence Party, and in 1992 I published his biography commissioned by Reykjavik’s geothermal utility.

Snorri’s Two Political Ideas

It was in Reykjavik on 2 December 2021, at a seminar held by the University of Iceland Centre for Medieval Studies, that I read a paper on the Icelandic chronicler Snorri Sturluson as an early proponent of the conservative-liberal tradition in politics. Snorri (1179–1241) is probably the most famous Icelander of all times, the author of the acclaimed Edda, on Nordic mythology and poems, Heimskringla, the history of the Norwegian kings, and Egil’s Saga, one of the best Icelandic sagas. In my paper, I pointed out that in Heimskringla (probably written between 1220 and 1237) Snorri clearly sympathised with two political ideas of the Middle Ages, that kings were subject to the law like everybody else and that if they broke the law, they could be deposed. Indeed, Snorri went further and said in a speech that he put into the mouth of Icelandic farmer Einar from Thvera in 1024 that since kings were uneven, some good and some bad, it was best to have no king, as was the case in Iceland during the Commonwealth.

The First Individual?

Moreover, Egil’s Saga by Snorri can be read as a celebration of individuality: the warrior-poet Egil Skallagrimsson was one of the first genuine individuals to step out of the mists of family, tribe, and region. According to Lord Acton, St. Thomas Aquinas was the first Whig, but arguably it was rather Snorri who deserved that epithet. Likewise, Jacob Burckhardt had taught that individuality first emerged in Renaissance Italy, but a case could be made that it emerged with Egil, who had a rich inner life, expressed in his poems. I suggested that the Icelandic sagas were written when the Icelanders, challenged by Norway, had to reaffirm their national identity. Probably Egil’s Saga was written in 1239–1241, after Snorri’s second visit the Norwegian Court where he fell out with the king. Finally, I wondered whether Snorri’s political programme, to maintain friendly relations with Norway without Iceland becoming a tributary of the Norwegian king, was feasible at the time. I recalled that in late thirteenth century, what is now Switzerland was forming in the Alps, an independent country without a king. The Swiss never succumbed to foreign potentates. If the Swiss could do it, why not the Icelanders?

Comments by a Critic

History Professor Sverrir Jakobsson commented on my paper. He conceded that liberal or anti-royalist sentiments could be detected in Heimskringla, but he questioned whether Snorri was in fact the author of Egil’s Saga, adding that in his lifetime Snorri did not really behave as an opponent of the Norwegian king. I responded that the main source on Snorri’s life, his cousin Sturla Thordson, also a well-known chronicler, seemed biased against him. It should be recalled, also, that Snorri was of course not hostile to the Norwegians. He wanted friendly relations with them, but not servitude under them.

(The Conservative 26 November 2023.)

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 5.12.2023 - 14:34 - Rita ummæli

When Prometheus Becomes Procrustes

European Diary: Prague, November 2021

Prague.MoyanBrennUnsurprisingly, Prague has become one of the most popular tourist destinations in Europe. It was long the capital of the Kingdom of Bohemia and the residence of several rulers of the Holy Roman Empire, and although that strange entity was neither Holy, Roman, nor Empire, its rulers certainly lived in magnificient palaces. Many of Prague’s impressive buildings date from the late Middle Ages, and the city mostly escaped destruction in the Second World War. It has a peculiar quaint charm, not least because of its many old churches, monasteries and private palaces: it is indeed called ‘the city of a hundred spires’. On the left bank of the Vltava River (Moldau), the Prague Castle towers over the city, the world’s largest ancient castle, with the picturesque fourteenth-century Charles Bridge connecting the two banks. On the right bank are the Old town, the New Town (which is also quite old) and the Jewish Quarter.

Two Meetings of the Mont Pelerin Society

I first visited Prague in 1991, attending a regional meeting of the Mont Pelerin Society, the international academy of liberal scholars that Friedrich von Hayek founded in 1947. The 1991 meeting was organised by the economist Vaclav Klaus who had been Finance Minister since 1989, when communism collapsed. He became Prime Minister of Czechoslovakia in 1992 and after the secession of Slovakia a year later Prime Minister of the Czech Republic for five years and then President for ten years, in 2003–2013. In the chapter on Milton Friedman in my two-volume book Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers I describe the comprehensive and successful economic liberalisation in Central and Eastern Europe which was inspired by Friedman and in the Czech Republic implemented by Klaus. My friend Birgir Isl. Gunnarsson, Governor of the Central Bank of Iceland, was my guest at the meeting, and the two of us had a good time at some of the city’s jazz clubs. A lawyer by training and a former Mayor of Reykjavik, Gunnarsson was a jazz enthusiast and an accomplished piano player.

In 2012, I returned to Prague to attend the general meeting of the Mont Pelerin Society, where Klaus, now President, played a major role. One night, he hosted an unforgettable party for us in the large gardens of his residence, the Prague Castle, in the mild September weather, with an unparalleled view of the city in the twilight. I used the occasion to chat with my old friend Dr. Edwin Feulner, who helped me a lot when I organised a meeting of the Society in Iceland in 2005. He was President of the Society in 1998–2000. I also had an interesting discussion with Professor Allan Meltzer, a renowned monetarist and author of a seminal work on the US Fed. He had recently written a book, In Defence of Capitalism. In Prague he was nominated President of the Mont Pelerin Society for 2012–2014.

On another Prague night, I had dinner with an old friend, Elisalex, whose full name is Marie Elizabeth von Wuthenau-Hohenthurm. Her husband Eduardo Helguera was a member of the Mont Pelerin Society. Elisalex and Eduardo had been my gracious hosts when I visited Argentina in 1997. Then staying in her sister’s place on the Recoleta in the centre of Buenos Aires, I noticed a lot of books about Austria under the Habsburgs. I asked the sisters about their interest in this period. The explanation turned out to be that Sophie Duchess von Hohenberg, the wife of Archduke Franz Ferdinand of Austria and shot with him in Sarajevo in 1914, was their great-aunt, sister of their maternal grandmother. Indeed, Elisalex’ father, Franz Ferdinand von Wuthenau-Hohenthurm, was named after the Austrian heir to the Habsburg throne. He had emigrated to Argentina after the First World War, arriving penniless. The great-grandfather of the two sisters had been a Bohemian nobleman and diplomat, Bohuslav Count Chotek of Chotkowa and Wognin. Elisalex was not only attending the Mont Pelerin Society meeting, but also travelling in Central Europe to take a look at some of the castles that had belonged to her family in the past. A melancholic journey, I would think.

The Platform of European Memory and Conscience

I have also been a frequent visitor in Prague in connection with my participation since 2012 in the Platform of European Memory and Conscience which has its headquarters there. The Platform was established in 2011 at the urging of the European Parliament, and its main goal is to keep alive the memory of the many victims of totalitarianism in the twentieth century, the ‘ravaged century’, as Robert Conquest called it. I learned a lot from my conversations at Platform meetings in Prague with Mustafa Dzhemilev, leader of the Crimean Tatars, Sofi Oksanen, the award-winning Fenno-Estonian novelist, Vytautas Landsbergis, former President of Lithuania, Bishop László Tökes, a Hungarian-speaking former Romanian dissident and MEP, and Professor Stéphane Courtois, who in 1997 edited the seminal Black Book of Communism which I subsequently translated into Icelandic.

On 11–13 November 2021 the Platform held its annual Council of Members in Prague, alongside an international conference on the fateful year of 1991. I delivered the keynote paper at the conference where I argued that the failure of the Bolshevik Revolution in November 1917 was not primarily because the wrong people had made it (although that was certainly true), but because the Marxist project itself was unrealistic and therefore bound to fail. Thus, Stalinism and Maoism were the inevitable outcomes of Marxism. The main reason was that without a capital market there was no way of making rational decisions about the utilisation of capital goods, as the Austrian economists Ludwig von Mises and Friedrich von Hayek had demonstrated. The heroic Prometheus seizing fire from the gods, in Marxist mythology, therefore would turn into the vicious Procrustes trying to force all his guests to fit in the same bed. I recalled the failed coup attempt in the Soviet Union in August 1991 which provided an opportunity for the Baltic nations to reaffirm their independence after decades of occupation. My old friend, Prime Minister David Oddsson of Iceland, long a firm anti-communist, used the occasion to resume diplomatic relations with the Baltic countries. I emphasised that even if the Marxist project was bound to fail economically, it was by no means certain that communists would relinquish political power peacefully, as the Soviet coup attempt in 1991 indeed showed.

(The Conservative 26 November 2023.)

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 5.12.2023 - 14:33 - Rita ummæli

Commercial Society Creates, Not Only Dissolves

European Diary: Budapest, November 2021

Budapest.NickiEmmertBudapest is one of the many European cities that breathe history. It was originally two cities, Buda and Pest, on the opposite banks of the Danube River, populated by the Hungarians who in the ninth century suddenly appeared in Europe from the Asian steppes. Pillaged by Mongolian invaders in mid-thirteenth century, Buda, the capital of the Kingdom of Hungary, nevertheless became a centre of Renaissance culture, which abruptly ended when the Ottomans occupied it in 1526. The two cities were only liberated by the Habsburgs in 1686. They were unified into one city, Budapest, in 1873 and formed the co-capital of the Austro-Hungarian Dual Empire until 1918. This was the golden age of Budapest, with many magnificent neo-classical buildings being constructed and the city becoming a vibrant, cosmopolitan centre. After the First World War, however, Hungary lost two thirds of her territory while more than three million Hungarians suddenly found themselves subjects of other countries, mainly Czechoslovakia and Romania, but also Yugoslavia. (So much for national self-determination!) The monarchy was not formally abolished, and Miklós Horthy, an Admiral in the former Austro-Hungarian Navy, suppressed a communist insurrection and became regent. The wits observed that Hungary was a monarchy without a king, governed by an admiral without a navy, in a country without a coast.

Three Hungarian Economists

Moreover, Hungary almost became a country without thinkers, because in those hard times many original and significant writers and scholars moved abroad, including the brilliant novelist and polemicist Arthur Koestler, later to become the most effective anti-communist intellectual of the Cold War, Michael Polanyi, a renowned chemist, but also a respected philosopher of science and society, and Peter Bauer, a specialist on economic development, elevated by Margaret Thatcher to the House of Lords. I knew Lord Bauer personally: we often met at meetings of the Mont Pelerin Society, an international academy of scholars founded by Friedrich von Hayek in 1947. Bauer was a persuasive critic of the aid without development which could be witnessed in poor countries, wanting to replace it with development without aid, through free trade, foreign investments and the rule of law. Incidentally, two other Hungarian economists with very different political views had in the 1960s been influential advisers to British Labour governments, Nicholas Kaldor and Thomas Balogh, both eventually elevated to the House of Lords. They were known as the ‘Budapest lords’, as Kaldor was fat and jovial and therefore obviously the Buddha, whereas Balogh was thin and unpleasant, the pest. I once met Kaldor. He denounced monetarism in a lecture at the University of Iceland on 18 June 1981 where I asked some critical questions which he politely answered. It is a different story that Kaldor’s suggestion of an expenditure tax has some merits.

Wine Tasting in Budapest

After the collapse of communism, Budapest has regained a lot of its old charm, and I visited the city in November 2021 as the guest of the Danube Institute, ably run by John O’Sullivan who was an adviser to and speechwriter for Margaret Thatcher, and later an editor at Radio Free Europe and then National Review. John, a practising catholic and a thoughtful conservative with classical liberal leanings, wrote a remarkable book, The President, the Pope, and the Prime Minister, where he argued that the Soviet Union was really brought down by the singular coincidence that three forceful and charismatic anti-communists occupied at the same time the offices of the President of the United States, the Head of the Catholic Church, and the Prime Minister of the United Kingdom, Ronald Reagan, John Paul II (Karol Wojtyla), and Margaret Thatcher. A friend of mine, Richard Bolton, a wine collector and connoisseur, was in Budapest at the same time as I. He had brought with him a few nice bottles from his large collection and we had a memorable wine-tasting afternoon at John’s place with a few sponsors of his institute.

I spent a few days in Budapest, and I would recommend the excellent coffeehouses in the centre. One of them, Scruton, is named after the English philosopher and polymath Sir Roger Scruton who has many admirers in Hungary, including Prime Minister Viktor Orbán. (Incidentally, Orbán attended the same Oxford college as I, Pembroke, but a few years later.) Budapest is however probably best known for the many thermal baths which make use of the city’s hot springs. The biggest and most popular one is Széchenyi, located inside Budapest’s City Park. It is well worth a visit. Again, one night in Budapest I went to the excellent Michelin-one star restaurant Laurel. The decor was modern and the food light and tasty while the waiters were friendly and cheerful.

When Did Conservative Liberalism Emerge?

I spoke at a meeting of the Danube Institute on 8 November about my two-volume book, Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers. In my talk, I identified John Locke, David Hume, and Adam Smith as the founding fathers of the conservative-liberal tradition with their defence of commercial society, spontaneously developed and based on free trade and private property. However, conservative liberalism as a separate tradition was only clearly articulated with the critical response to the French Revolution by Edmund Burke, Benjamin Constant, and Alexis de Tocqueville. The British Revolution of 1688 and the American Revolution of 1776 were made to preserve and expand existing liberties, whereas the French Revolution of 1789 and, much later, the Russian Revolution of 1917, were attempts to reconstruct society according to the ideas of Rousseau and Marx, respectively. Such attempts were bound to fail, as Ludwig von Mises and Hayek demonstrated.

I offered my opinion that Hayek was the most distinguished modern representative of this conservative-liberal tradition. His theory of spontaneous order described how coordination without commands was possible and indeed indispensable, utilising both the price mechanism and time-tested practices. Another intriguing conservative-liberal thinker was Michael Oakeshott who argued that modern man had acquired the will and the ability to make choices and that accordingly the society fit for modern man was that in which government only enforced general (end-independent) rules enabling different individuals to live peacefully together.

Is Something Amiss in Classical Liberalism?

Two scholars associated with the Danube Institute, Professor Ferenc Hörcher and Dr. David L. Dusenbury, commented on my presentation. They both criticised it from a conservative point of view, although they agreed that conservatives and liberals should stand united against socialism. It seemed to them that I was really presenting classical liberalism rather than any kind of conservatism. What was lacking in classical liberalism was however a sense of community, an awareness of the many ties and commitments people had by virtue of their identity rather than their choices. In response, I pointed out that especially Burke and Tocqueville were very much aware and in favour of such ties and commitments: they envisaged a vibrant civil society, not only an almighty state confronting separate and therefore powerless individuals. It was true, I conceded, that commercial society could dissolve or at least challenge some traditional communities, but at the same time it facilitated the creation of new communities. The best example was the family: there comes a day when you leave your old family and form a new one. Even in what appears to be a concrete, heartless jungle, such as New York City, there are many active communities, spontaneously formed, although not always visible at first sight.

(The Conservative 26 November 2023.)

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 5.12.2023 - 14:32 - Rita ummæli

Poland’s Road from Communism

European Diary: Warsaw, November 2023

WarsawFinancialCentre.AdrianGrycukProbably no major European city illustrates as well the ravages of recent European history as Warsaw, the capital of Poland. Originally a small fishing town on the Vistula River, it was the capital of the vast Polish-Lithuanian Commonwealth from the late sixteenth century until 1795 when Poland ceased to exist as an independent country, infamously having been partitioned thrice by her neighbours, Prussia, Russia, and Austria. In late nineteenth century the city nevertheless prospered and became known for its fine architecture and broad boulevards: It was even called the ‘Paris of the North’. It was then the capital of the semi-autonomous Kingdom of Poland under Russian rule, and the third-largest city of the Romanov Empire, after St. Petersburg and Moscow. In 1918 Warsaw became the capital of the new Republic of Poland and continued to flourish. However, in the battles following the Nazi invasion of Poland on 1 September 1939, large parts of the city were destroyed. Responding to the attack, the United Kingdom and France declared war on Nazi Germany, as they were obliged to do under treatises with Poland, but they did not declare war on the Soviet Union which invaded Poland from the east on 17 September, completing the fourth partition of Poland. In 1944, it was clear that Nazi Germany was losing the war. In July, Stalin’s Red Army was approaching the Vistula River. The Polish resistance movement decided to rise up. But then Stalin ordered his army to halt on the eastern bank of Vistula, giving the Nazis opportunity brutally to suppress the uprising. The Poles fought valiantly, retreating into any hidden nook and cranny of the city and even hiding in its sewage system. Enraged, Hitler ordered the city to be razed to the ground. Only about 15 per cent of Warsaw survived.

The 1944 Rising Museum

As Polish soldiers desperately fought for their lives, from house to house, the Red Army passively looked on from the eastern bank of the Vistula River. This was, according to Anglo-Hungarian novelist Arthur Koestler ‘one of the major infamies of this war’. Stalin did not want any potential challenges to the communist puppet government he intended to install in Poland after the war. He encouraged Hitler to destroy all such challenges. There is in Warsaw a magnificent museum devoted to the tragic 1944 Rising, very moving, even haunting. Its deputy director, Dr. Pawel Ukielski, is a friend of mine: He has lectured in Iceland on my invitation, and I have had the pleasure to visit him and his lovely family at their home in Warsaw. We are both active in the Platform of European Memory and Conscience which seeks justice for the many victims of totalitarianism in Europe.

Perhaps it is at least poetic justice that the enormous headquarters of the Polish Communist Party in the city centre were after the collapse of communism taken over by the Warsaw Stock Exchange which used it until 2000. Now the building complex (depicted above) is a commercial centre, and one of the businesses located there is the Freedom Lounge, run by the free-market Warsaw Enterprise Institute, a bar, a restaurant and a meeting venue. The cocktails served at the Lounge are named after leading classical liberal thinkers and leaders such as Ludwig von Mises, Ayn Rand and Margaret Thatcher.

Inspired by Friedman and Hayek

It was at the Freedom Lounge on 2 November 2021 that I presented my book in two volumes on Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers, in a panel with Marek TataÅ‚a from the Economic Freedom Foundation and Sebastian Stodolak from the Warsaw Enterprise Institute. Stodolak also interviewed me for the Polish newspaper Dziennik Gazeta Prawna and recorded a podcast with me. In my introductory talk, I pointed out that in the chapter on Milton Friedman in the second volume of my book there is a brief account of the rapid and successful process in which the Poles and other Central and Eastern European nations, inspired not least by Friedman and Friedrich von Hayek, returned to normalcy in the 1990s, after having had socialism forcibly imposed on them for more than forty years.

The Free-Market Solution of Environmental Problems

In the lively discussion at the Freedom Lounge following my introductory talk I emphasised that environmental problems usually were caused not by capitalism but by the absence of private property rights. Elephants in Africa were endangered because there were no owners to care for them, whereas privately-owned sheep in Iceland were plentiful. In just one stroke of the pen African poachers could be turned into gamekeepers if their communities would be given property rights to the elephant stocks. The same applied to polluted lakes and overfished rivers: Environmental protection required protectors who had a private and personal interest in the maximum long-term profitability of natural resources, be they land, fish stocks, oil wells, rivers, lakes or forests. In the case of the environment, as elsewhere, the best remedy for freedom was more freedom.

Why Iceland Crashed in 2008

Asked about the 2008 bank collapse in Iceland, I pointed out that at the time the assets of the Icelandic banks were probably as good (or bad) on average as the assets of banks in neighbouring countries, although the Icelandic bankers should have been more cautious in expanding their activities. The difference was that Iceland was denied the liquidity assistance from the U. S. Federal Reserve Board which the Scandinavian countries and Switzerland received, enabling those countries to rescue banks which otherwise would have gone under, such as Danske Bank in Denmark and UBS in Switzerland. Moreover, the British government, led by Prime Minister Gordon Brown and Chancellor Alistair Darling, closed down Icelandic-owned British banks at the same time as they rescued all other banks in the United Kingdom, invoking moreover an anti-terrorism law against Iceland, a longtime friend and ally with no military of her own. Their unprecedented action was, I suggested, motivated by their desire to demonstrate to their Scottish voters the perils of independence. Iceland’s rapid recovery after the collapse bore however witness to the soundness of the comprehensive liberalisation of the economy in 1991–2004.

(The Conservative, 26 November 2023.)

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 5.12.2023 - 06:09 - Rita ummæli

Bretton Woods, nóvember 2023

Mont Pelerin-samtökin voru stofnuð í apríl 1947, þegar nokkrir frjálslyndir fræðimenn komu saman í Sviss, þar á meðal hagfræðingarnir Ludwig von Mises, Frank H. Knight, Friedrich A. von Hayek, Milton Friedman, George J. Stigler og Maurice Allais og heimspekingurinn Karl R. Popper. Var tilgangurinn að blása nýju lífi í menningararf Vesturlanda með frjálsri rannsókn og rökræðu. Ég hef verið félagi frá 1984 og sat í stjórn 1998–2004.

Dagana 29. október til 2. nóvember 2023 héldu samtökin ráðstefnu í Bretton Woods í Bandaríkjunum um skipulag alþjóðaviðskipta, tæpum 80 árum eftir að þar var haldinn frægur fundur, þar sem Keynes lávarður og fleiri lögðu á ráðin um stofnun Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í því skyni að koma á festu í alþjóðaviðskiptum. Segja má, að Bretton Woods-samkomulagið hafi brostið, þegar Bandaríkin hættu að tryggja gjaldmiðil sinn í gulli árið 1971. Eftir það hefur heimurinn notast við pappírspeninga, sem eru ekkert annað en ávísanir á sjálfar sig.

Við Ragnar Árnason, prófessor emeritus í auðlindahagfræði, og dr. Birgir Þór Runólfsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, sóttum þessa ráðstefnu. Erindi á ráðstefnum Mont Pelerin-samtakanna eru flutt í trúnaði, en óhætt er að segja frá því, sem birst hefur annars staðar að frumkvæði höfunda sjálfra. Þrennt stóð upp úr. Prófessor Douglas Irwin lýsti með traustum gögnum hinum stórkostlega ávinningi af frjálsum alþjóðaviðskiptum. Phil Gramm, fyrrverandi öldungardeildarþingmaður og hagfræðiprófessor, sýndi fram á, að opinber gögn um tekjudreifingu í Bandaríkjunum væru meingölluð, þar eð tekjur væru ekki reiknaðar eftir skatta og bætur, sem hvort tveggja jafna þær mjög. Tyler Goodspeed, hagfræðingur í Hoover-stofnuninni, benti á, að frjáls alþjóðaviðskipti gætu orðið sumum hópum í óhag til skamms tíma, þótt þau væru öllum í hag til langs tíma. Sjálfur lýsti ég íslenska bankahruninu 2008 í löngu máli fyrir David Malpass, bankastjóra Alþjóðabankans 1919–2023, þegar við sátum saman kvöldverð.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 2. desember 2023.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 25.11.2023 - 11:21 - Rita ummæli

Öfgamúslimar

Öfgamúslimar hata vestræna menningu. Þeir telja hana spillta: hún tryggi rétt einstaklinga til eigna og viðskipta, hvetji þá til frjálsrar rannsóknar og rökræðu, veiti þeim kost á að stunda lífsnautnir í stað bænahalds og leyfi konum og meinlausum minnihlutahópum (eins og samkynhneigðum) að njóta sín.

Munurinn á kristninni, sem er ein undirstaða vestrænnar menningar, og öfgaíslam er, að kristnin skilur að veraldlegt vald og andleg áhrif. Menn gjalda keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er (Mt 22, 21). Samkvæmt öfgaíslam er kalífinn hins vegar í senn veraldlegur og andlegur leiðtogi, og í Íran er klerkaveldi. Kristnin viðurkennir líka, að allir séu jafnir fyrir Guði, Gyðingur eða Grikki, karl eða kona, ríkur eða fátækur (Gl 3, 28). Kenningin um sameðli alls mannkyns er einn kjarni kristninnar. Öfgamúslimar skipta fólki hins vegar í rétttrúaða og vantrúaða, og urðu vantrúaðir til dæmis jafnan að greiða hærri skatta í Tyrkjaveldi soldánsins en múslimar.

Kristur var mildur boðberi kærleiks, en Múhameð þungbúinn hermaður, sem þeysti á stríðsfáki með reidda sveðju milli Medína og Mekka. Fylgismenn hans stofnuðu víðáttumikið nýlenduveldi. Eðli öfgaíslams sést ef til vill best af fyrirheitinu, ef öfgamúslimar falla í bardaga fyrir trú sína, að þeir fari þá rakleiðis inn í paradís, þar sem fagureygar þokkadísir beri þeim dýrar veigar.

Kristnir menn bundu enda á þrælahald að eigin frumkvæði, og undan ströndum Afríku stöðvaði breski flotinn þrælaflutninga. Múslimar í Arabaríkjum hófu þrælahald hins vegar fyrr og hættu því seinna en Vesturlandamenn.

Kristnin á sér rætur í gyðingdómi. Framlag Gyðinga til vestrænnar menningar hefur verið stórkostlegt. Um tvö hundruð Nóbelsverðlaunahafar hafa komið úr röðum þeirra, en þrír Arabar fengið Nóbelsverðlaun í vísindum. Ekki munar síður um Gyðinga í fögrum listum. Öfgamúslimar fara ekki leynt með, að þeir vilja ljúka því verki, sem nasistar hófu, og útrýma Gyðingaþjóðinni.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 25. nóvember 2019.)

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir