Ungur vinstrimaður flutti á dögunum jómfrúræðu á Alþingi. Hafði hann áhyggjur af því að í heiminum væru hinir ríku að verða sífellt ríkari og vitnaði í svokallaða fjalldalareglu bandaríska heimspekingsins Johns Rawls í túlkun Þorsteins Gylfasonar: „Fjöll mega ekki vera hærri né tignari en þarf til þess að dalirnir séu sem blómlegastir og byggilegastir.“ Regla […]
Heimarnir eru jafnmargir mönnunum, sagði þýska skáldið Heinrich Heine, og þegar ég horfi um öxl í árslok 2018, verður mér auðvitað starsýnt á það, sem gerðist í eigin heimi. Þar bar hæst, að ég skilaði í september skýrslu á ensku um bankahrunið 2008, en hana vann ég í samstarfi við nokkra aðra fræðimenn fyrir Félagsvísindastofnun að […]
Einn skemmtilegasti einstaklingshyggjumaður Bandaríkjanna á nítjándu öld var Lysander Spooner. Hann var ákafur baráttumaður gegn þrælahaldi og stofnaði bréfburðarfyrirtæki í samkeppni við bandaríska póstinn, þótt ekki tækist honum að raska einokun hans. Ein bók hefur komið út eftir Spooner á íslensku, Löstur er ekki glæpur. Þar leiðir höfundurinn rök að því, að ekki eigi að […]
Nýlegar athugasemdir