Færslur fyrir desember, 2019

Laugardagur 28.12 2019 - 11:40

Hundur Rousseaus

Svo frægur var árekstur heimspekinganna Karls R. Poppers og Ludwigs Wittgensteins í Cambridge 25. október 1946, að um hann hefur verið skrifuð heil bók, Eldskörungur Wittgensteins (Wittgenstein’s Poker), sem ég hef minnst hér á. Sömu höfundar, David Edmonds og John Eidinow, hafa skrifað bók um annan frægan árekstur, að þessu sinni milli Rousseaus og Humes. […]

Laugardagur 21.12 2019 - 12:10

Til hvers eru kosningar?

Íslendingar fylgjast miklu betur með stjórnmálum í Bretlandi og Bandaríkjunum en á meginlandi Norðurálfunnar, og er það eflaust vegna enskunnar, sem við höfum betur á valdi okkar en flest önnur mál, en þessi lönd eru líka nálægt okkur landfræðilega og stjórnmálalega. Bandaríkin hafa við okkur varnarsamning, og Bretland er einn stærsti viðskiptavinur okkar. Þegar gengið […]

Laugardagur 14.12 2019 - 15:04

Frá Varsjá

Dagana 23.–24. nóvember 2019 sat ég ráðstefnu um kapítalisma í Varsjá í Póllandi. Í erindi mínu gerði ég greinarmun á umhverfisvernd og umhverfistrú (ecofundamentalism). Umhverfisverndarmenn vilja nýta náttúrugæðin skynsamlega og leita þess vegna ráða til að minnka umhverfisspjöll eins og mengun og ofveiði. Eitt hið besta er að þeirra dómi að skilgreina eignarrétt (eða einkaafnotarétt) á […]

Sunnudagur 08.12 2019 - 06:33

Poitiers og Vínarborg: Múslimar stöðvaðir

Um miðjan nóvember hélt ég fyrirlestra í tveimur Evrópuborgum, um rithöfundinn Jan Valtin í Poitiers og um hagfræðinginn Friedrich A. von Hayek í Vínarborg. Þessar tvær borgir eiga eitt sameiginlegt: Þar var Evrópu bjargað undan múslimum, 732 og 1683. Á þeim hundrað árum, sem liðið höfðu frá láti Múhameðs spámanns 632, höfðu múslimar lagt undir […]

Miðvikudagur 04.12 2019 - 11:48

Deilt við Øygard: Hvað átti að gera eftir páskakreppuna 2006?

Øygard skrifar á Facebook síðu sína 3. desember (þótt hann segist hvað eftir annað vilja líta fram á við og ekki aftur á bak): Today I thought I would launch a small „what would you have done if you were Central Bank Governor“-quiz. Before I start I want to thank Hannes Hólmsteinn Gissuararson, an Icelandic […]

Þriðjudagur 03.12 2019 - 12:17

Svör mín við athugasemdum kalkúnabanans Øygards

Svein Harald Øygard skrifar á Facebook síðu sína: Interesting days. As many Icelanders marched in the streets in the cold winter days of late 2008 and early 2009, one of their asks was that my predecessor should resign. Which he refused. The majority in the Parliament then passed a new law that effectively ousted him. […]

Sunnudagur 01.12 2019 - 07:50

Svör til Kristjóns Kormáks á Fréttablaðinu

Ég fæ oft skrýtin bréf, en það, sem ég fékk á laugardagskvöldið 30. nóvember, var líklega eitt hið skrýtnasta, sem ég hef fengið lengi. Kristjón Kormákur Guðjónsson, sem var á DV, en er nú kominn á Fréttablaðið, skrifaði kl. 22:32: Heill og sæll Hannes. Hef samband við þig frá Fréttablaðinu. Ég tók eftir að Gunnar […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir