Eðlismunur var á byltingunni dýrlegu í Bretlandi 1688 og byltingunni í Frakklandi 1789, eins og breski stjórnskörungurinn Edmund Burke benti á í stórmerku riti, sem kom út þegar árið 1790. Hin breska var gerð til að varðveita arfhelg réttindi Breta og stöðva konung, Jakob II., sem vildi taka sér einræðisvald að fyrirmynd starfsbróðurs síns handan […]
Fræg er sagan af því, þegar Bandaríkjamenn spurðu Zhou Enlai, einn af leiðtogum kínverskra kommúnista, að því árið 1971, hvað hann segði um frönsku stjórnarbyltinguna. „Það er of snemmt um það að segja,“ svaraði Zhou. Þetta hefur verið haft til marks um djúpa kínverska speki, þegar horft er langt fram og aftur í tímann. En […]
Einokunarverslunin danska var í raun innheimtustofnun fyrir auðlindaskatt, eins og Gísli Gunnarsson prófessor hefur sýnt fram á: Fé var með ýmsum opinberum aðgerðum fært úr sjávarútvegi til landbúnaðar, en snarminnkaði auðvitað á leiðinni, eins og títt er um slíkt umstang. Með henni voru Íslendingar hraktir inn í fátæktargildru, sem gekk svo nærri þjóðinni, að hún […]
Haustið 2014 gaf Almenna bókafélagið út bók metsöluhöfundarins Matts Ridleys, Heimur batnandi fer (The Rational Optimist). Ridley er dýrafræðingur að mennt, var um skeið vísindaritstjóri Economist, en situr í lávarðadeild Bretaþings. Hélt hann því fram, að kjör mannkyns hefðu snarbatnað síðustu tvær aldir. Á dögunum birti Ridley grein í Spectator um þróunina á þessum áratug. […]
Nýlegar athugasemdir