Ég var í dag, þriðjudaginn 31. mars 2020, í viðtali í Harmageddon um reynslu mína af og skoðanir á veirufaraldrinum. Ég lýsti ferðalagi mínu um auða flugvelli í Rio de Janeiro og Lundúnum og setu í hálftómum flugvélum og sagði nokkur orð um veirufaraldurinn. Mér sýnast íslensk yfirvöld fara skynsamlega að málinu, sem vissulega er […]
Ragnar Önundarson spyr: Hvað segja FB vinir mínir, nýfrjálshyggjumennirnir, um fyrirhugaðar ríkisábyrgðir ? Er eðlilegt að gengið sé í sameiginlegan sjóð landsmanna fyrir einkaframtakið ? Hvað segja t.d. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Arnar Sigurðsson og Skafti Harðarson ? Ég svara: Í fyrsta lagi er ég frjálshyggjumaður og kannast ekki alveg við muninn á frjálshyggju og nýfrjálshyggju, […]
Franski heimspekingurinn Alexis de Tocqueville er einn fremsti frjálshyggjuhugsuður Vesturlanda. Hann reyndi að skýra, hvers vegna bandaríska byltingin 1776 hefði heppnast, en franska byltingin 1789 mistekist. Skýringin var í stystu máli, að Bandaríkjamenn byggju við sérstakar aðstæður, gnótt af ónumdu landi og fjarlægð frá hugsanlegum árásaraðilum, en þeir nytu líka hins breska stjórnfrelsisarfs síns og […]
Einn kunnasti hugsuður frjálshyggjunnar er franski rithöfundurinn og aðalsmaðurinn Alexis de Tocqueville. Spádómsgáfu hans er við brugðið. Tocqueville sat í fulltrúadeild franska þingsins og kvaddi sér hljóðs í janúar 1848. Lýsti hann megnri óánægju almennings: „Ég hygg, að við séum nú í fastasvefni uppi á eldfjalli.“ Fjórum vikum síðar gerði Parísarmúgurinn byltingu. Í seinna bindi […]
Einn skarpskyggnasti stjórnmálarýnandi Vesturlanda var franski aðalsmaðurinn Alexis de Tocqueville. Í frönsku byltingunni hafði langafi hans lent undir fallöxinni og foreldrar hans naumlega sloppið lifandi. Tocqueville taldi, að ekki yrði vikist undan því jafnræði, sem byltingarmennirnir boðuðu, en það yrði að vera jafnræðis frelsis, ekki ánauðar. Þess vegna ferðaðist hann árin 1831–1832 um Bandaríkin til […]
Franski rithöfundurinn Frédéric Bastiat mælir gegn hvers kyns viðskiptatálmunum af mikilli fimi. Ég hef þegar rifjað hér upp sögur hans af brotnu rúðunni og bænarskrá kertasteyparanna, en þar sýnir hann, hversu fráleitt er að neita sér um þann ávinning, sem hlotist getur af frjálsum viðskiptum. Þriðja sagan er um Róbinson Krúsó á eyðieyjunni. Bastiat rifjar […]
Nýlegar athugasemdir