Laugardagur 07.08.2021 - 06:00 - Rita ummæli

Vegna skrifa í Viðskiptablaðinu

Margt er oft til í því, sem Týr skrifar í Viðskiptablaðið, en halda verður því til haga vegna nýlegra skrifa hans um mig, að Háskólinn fór aldrei eftir neinni kröfu um, að ég hætti að kenna. Sú krafa kom raunar aldrei fram á neinn hátt við mig. Þegar ég samdi fyrir nokkru um breytta tilhögun á rannsóknar-, stjórnunar- og kennsluskyldum mínum, var aldrei minnst einu orði á neinar slíkar kröfur. Eins og ég hafði oft lagt til áður, voru sameinuð tvö námskeið í stjórnmálaheimspeki: hafði annað verið kennt í stjórnmálafræði og hitt í heimspeki, og tóku heimspekingarnir að sér kennsluna, svo að ég gat helgað mig þeim rannsóknum, sem skiluðu á síðasta ári verki í tveimur bindum, TWENTY-FOUR CONSERVATIVE-LIBERAL THINKERS, samtals 884 bls. Fleira er væntanlegt á næstu árum. Framkoma yfirmanna Háskólans í minn garð (rektors og forseta félagsvísindasviðs) við þessar breytingar var óaðfinnanleg. En vissulega ríður holskefla ófrjálslyndis og umburðarleysis yfir vestræna háskóla þessi misserin, eins og Týr nefnir mörg dæmi um í grein sinni. Vísindin eiga að vera frjáls samkeppni hugmynda, og fræðimenn þurfa óttalausir að geta rakið hugmyndir og röksemdir út í hörgul, reynt á þanþol þeirra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir